Illmennið í James Bond ekur á Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2014 16:30 Svona lítur bíll illmennisins út í næstu James Bond mynd, Spectre. Þó James Bond, sem leikinn er af Daniel Craig, muni aka á afar huggulegum Aston Martin tilraunabíl þá verður bíll illmennisins ekki síður athygliverður bíll, eða Jaguar C-X75 Concept. Illmennið er jú sem kunnugt er leikið af Austurríkismanninum Christoph Waltz, en hann á skildmenni á Íslandi sem bera eftirnafnið Urbancic. Jaguar C-X75 tilraunabíllinn var kynntur með 850 hestafla tvinnaflrás, en þannig verður bíllinn ekki sem Waltz mun aka, heldur verður hann með 500 hestafla V8 vél úr smiðju Jaguar. Fer þar mun háværari vél en er í tilraunabílnum og er það ef til vill ástæðan fyrir vélarvalinu fyrir myndina. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent
Þó James Bond, sem leikinn er af Daniel Craig, muni aka á afar huggulegum Aston Martin tilraunabíl þá verður bíll illmennisins ekki síður athygliverður bíll, eða Jaguar C-X75 Concept. Illmennið er jú sem kunnugt er leikið af Austurríkismanninum Christoph Waltz, en hann á skildmenni á Íslandi sem bera eftirnafnið Urbancic. Jaguar C-X75 tilraunabíllinn var kynntur með 850 hestafla tvinnaflrás, en þannig verður bíllinn ekki sem Waltz mun aka, heldur verður hann með 500 hestafla V8 vél úr smiðju Jaguar. Fer þar mun háværari vél en er í tilraunabílnum og er það ef til vill ástæðan fyrir vélarvalinu fyrir myndina.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent