Daninn Stephen Nielsen til í að spila fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 18:45 Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23