Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafonehöllinni skrifar 15. desember 2014 12:23 Guðmundur Hólmar, leikmaður Vals. Frábær frammistaða Stephens Nielsen lagði grunninn að sjö marka sigri, 33-26, Vals á Haukum í 15. umferð Olís-deildar karla í Vodafone-höllinni í kvöld. Daninn, sem kom til Vals frá Fram í sumar, lokaði markinu á löngum köflum í leiknum í kvöld og varði alls 24 skot. Þetta var langt frá því að vera fyrsti stórleikur Nielsen í vetur og með það í huga má alveg velta því upp hvort hann geti orðið íslenska landsliðinu að gagni í framtíðinni. Miðað við stöðugleikann sem Nielsen hefur sýnt í vetur er svarið já, allavega hjá undirrituðum. Nielsen varði einfaldlega allt sem á markið kom á fyrstu mínútum leiksins. Haukum tókst oft að spila sig í fín færi, það vantaði ekki, en þeim gekk bölvanlega að koma boltanum framhjá Dananum snjalla sem varði alls 14 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Valsmanna var einnig góður og þeir áttu ekki í miklum vandræðum með að brjóta Haukavörnina á bak aftur. Gestirnir úr Hafnarfirðinum byrjuðu í framliggjandi vörn sem þeir virtust ekki ráða við, því Valsmenn skoruðu að vild, hvort sem það var úr hröðum sóknum eða uppstilltum leik. Valsmenn náðu mest níu marka forystu, 15-6, eftir 21 mínútna leik og allt virtist stefna í meiriháttar niðurlægingu fyrir gestina. En varnarleikur Hauka batnaði eftir að þeir breyttu í 6-0 vörn og þá kom Janus Daði Smárason með nauðsynlegan kraft inn í sóknarleikinn. Hann skoraði fjögur af tíu mörkum Hauka í fyrri hálfleik og sex mörk alls. Samt sem áður voru Valsmenn sjö mörkum yfir í leikhléi, 17-10, og þann mun náðu Haukar aldrei að brúa. Gestirnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk, en nær komust Hafnfirðingar ekki. Valsmenn héldu nokkuð góðri einbeitingu út leikinn og unnu að lokum sjö marka sigur, 33-26. Nielsen var sem áður segir magnaður í markinu og stóð upp úr í jöfnu liði Vals sem hefur spilað liða best undanfarnar vikur. Vörnin er traust og þá eru hraðaupphlaup liðsins mjög góð, en alls skoruðu leikmenn Vals 11 mörk eftir hraðaupphlaup í kvöld. Haukar geta tekið fátt jákvætt úr þessum leik, nema helst það að þeir héldu áfram og héldu haus eftir að hafa lent níu mörkum undir í fyrri hálfleik. Markverðir Hafnfirðinga áttu ekki góðan leik og þá var Árni Steinn Steinþórsson heillum horfinn eins og hann hefur verið í of mörgum leikjum í vetur. Þá náði Adam Haukur Baumruk sér ekki á strik, en það var helst Janus sem sýndi lit í liði Hauka í kvöld.Jón: Hjálpar mikið að vera með svona markvörslu Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigurinn á Haukum í kvöld. "Ég er mjög ánægður með hvernig þessi leikur fór og hvernig okkur hefur gengið að undanförnu," sagði Jón sem hrósaði Stephen Nielsen fyrir frammistöðu hans í marki Vals, en Daninn varði 24 skot í leiknum. "Hann er búinn að vera mjög góður og það hjálpar mikið að vera með svona markvörslu," sagði Jón, en telur hann að Nielsen geti hjálpað íslenska landsliðinu í framtíðinni? "Mögulega, ég veit það ekki. Hann er allavega frábær markvörður." Valsmenn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir níu mörkum yfir eftir rúmlega 20 mínútna leik. Eftir það var sigur Vals aldrei í hættu, en hvernig fannst Jóni hans mönnum ganga að halda einbeitingu? "Mér fannst við aðeins missa dampinn varnarlega. Það er alltaf erfitt að falla ekki í þá gryfju að ætla að halda þegar þú ert með mikla forystu. Við gerðum það að einhverju leyti, en Haukar komust aldrei hættulega nærri okkur. "Það voru kaflar í leiknum þar sem við vorum ekki alveg upp á okkar besta, en heilt yfir var þetta góður og traustur leikur," sagði Jón sem er sáttur með þann stöðugleika sem Valur hefur sýnt á undanförnum vikum, en liðið tapaði síðast í byrjun október. "Það er búinn að vera nokkuð góður stöðugleiki og liðsheildin hjá okkur hefur verið góð og sterk. Við höfum farið langt á því."Patrekur: Fleira jákvætt en í mörgum leikjum Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá ljós í myrkrinu þrátt fyrir sjö marka tap sinna manna gegn Val í kvöld. "Valsararnir voru sterkari í fyrri hálfleik. Vörnin var slök og þá breytti engu hvort við spiluðum 5-1 eða 6-0 vörn, markvarslan var nánast engin og við vorum að elta allan tímann. "Sóknarlega var þetta betra en oft áður. Við sköpuðum okkur aragrúa af færum, en Stephen (Nielsen) var sterkur í marki Vals og var besti maður vallarins," sagði Patrekur sem var ánægður með að Haukaliðið skyldi ekki hafa gefist upp, þrátt fyrir vonda stöðu. "Já, eg var ánægður með það. Þrátt fyrir ósigur var fleira jákvætt en í mörgum öðrum leikjum. "Við höfum verið skelfilegir í nokkrum leikjum í vetur, en í kvöld sá ég merki þess að það gæti farið að birta til. Við þurfum að halda þessari vinnu áfram. "En auðvitað þurfa menn að sýna meiri gæði þegar þeir eru komnir einir gegn markmanni, það er það besta sem maður fær í handbolta. Menn þurfa líka að láta finna fyrir sér varnarlega," sagði Patrekur að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Frábær frammistaða Stephens Nielsen lagði grunninn að sjö marka sigri, 33-26, Vals á Haukum í 15. umferð Olís-deildar karla í Vodafone-höllinni í kvöld. Daninn, sem kom til Vals frá Fram í sumar, lokaði markinu á löngum köflum í leiknum í kvöld og varði alls 24 skot. Þetta var langt frá því að vera fyrsti stórleikur Nielsen í vetur og með það í huga má alveg velta því upp hvort hann geti orðið íslenska landsliðinu að gagni í framtíðinni. Miðað við stöðugleikann sem Nielsen hefur sýnt í vetur er svarið já, allavega hjá undirrituðum. Nielsen varði einfaldlega allt sem á markið kom á fyrstu mínútum leiksins. Haukum tókst oft að spila sig í fín færi, það vantaði ekki, en þeim gekk bölvanlega að koma boltanum framhjá Dananum snjalla sem varði alls 14 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Valsmanna var einnig góður og þeir áttu ekki í miklum vandræðum með að brjóta Haukavörnina á bak aftur. Gestirnir úr Hafnarfirðinum byrjuðu í framliggjandi vörn sem þeir virtust ekki ráða við, því Valsmenn skoruðu að vild, hvort sem það var úr hröðum sóknum eða uppstilltum leik. Valsmenn náðu mest níu marka forystu, 15-6, eftir 21 mínútna leik og allt virtist stefna í meiriháttar niðurlægingu fyrir gestina. En varnarleikur Hauka batnaði eftir að þeir breyttu í 6-0 vörn og þá kom Janus Daði Smárason með nauðsynlegan kraft inn í sóknarleikinn. Hann skoraði fjögur af tíu mörkum Hauka í fyrri hálfleik og sex mörk alls. Samt sem áður voru Valsmenn sjö mörkum yfir í leikhléi, 17-10, og þann mun náðu Haukar aldrei að brúa. Gestirnir náðu í tvígang að minnka muninn í fjögur mörk, en nær komust Hafnfirðingar ekki. Valsmenn héldu nokkuð góðri einbeitingu út leikinn og unnu að lokum sjö marka sigur, 33-26. Nielsen var sem áður segir magnaður í markinu og stóð upp úr í jöfnu liði Vals sem hefur spilað liða best undanfarnar vikur. Vörnin er traust og þá eru hraðaupphlaup liðsins mjög góð, en alls skoruðu leikmenn Vals 11 mörk eftir hraðaupphlaup í kvöld. Haukar geta tekið fátt jákvætt úr þessum leik, nema helst það að þeir héldu áfram og héldu haus eftir að hafa lent níu mörkum undir í fyrri hálfleik. Markverðir Hafnfirðinga áttu ekki góðan leik og þá var Árni Steinn Steinþórsson heillum horfinn eins og hann hefur verið í of mörgum leikjum í vetur. Þá náði Adam Haukur Baumruk sér ekki á strik, en það var helst Janus sem sýndi lit í liði Hauka í kvöld.Jón: Hjálpar mikið að vera með svona markvörslu Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með sigurinn á Haukum í kvöld. "Ég er mjög ánægður með hvernig þessi leikur fór og hvernig okkur hefur gengið að undanförnu," sagði Jón sem hrósaði Stephen Nielsen fyrir frammistöðu hans í marki Vals, en Daninn varði 24 skot í leiknum. "Hann er búinn að vera mjög góður og það hjálpar mikið að vera með svona markvörslu," sagði Jón, en telur hann að Nielsen geti hjálpað íslenska landsliðinu í framtíðinni? "Mögulega, ég veit það ekki. Hann er allavega frábær markvörður." Valsmenn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir níu mörkum yfir eftir rúmlega 20 mínútna leik. Eftir það var sigur Vals aldrei í hættu, en hvernig fannst Jóni hans mönnum ganga að halda einbeitingu? "Mér fannst við aðeins missa dampinn varnarlega. Það er alltaf erfitt að falla ekki í þá gryfju að ætla að halda þegar þú ert með mikla forystu. Við gerðum það að einhverju leyti, en Haukar komust aldrei hættulega nærri okkur. "Það voru kaflar í leiknum þar sem við vorum ekki alveg upp á okkar besta, en heilt yfir var þetta góður og traustur leikur," sagði Jón sem er sáttur með þann stöðugleika sem Valur hefur sýnt á undanförnum vikum, en liðið tapaði síðast í byrjun október. "Það er búinn að vera nokkuð góður stöðugleiki og liðsheildin hjá okkur hefur verið góð og sterk. Við höfum farið langt á því."Patrekur: Fleira jákvætt en í mörgum leikjum Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sá ljós í myrkrinu þrátt fyrir sjö marka tap sinna manna gegn Val í kvöld. "Valsararnir voru sterkari í fyrri hálfleik. Vörnin var slök og þá breytti engu hvort við spiluðum 5-1 eða 6-0 vörn, markvarslan var nánast engin og við vorum að elta allan tímann. "Sóknarlega var þetta betra en oft áður. Við sköpuðum okkur aragrúa af færum, en Stephen (Nielsen) var sterkur í marki Vals og var besti maður vallarins," sagði Patrekur sem var ánægður með að Haukaliðið skyldi ekki hafa gefist upp, þrátt fyrir vonda stöðu. "Já, eg var ánægður með það. Þrátt fyrir ósigur var fleira jákvætt en í mörgum öðrum leikjum. "Við höfum verið skelfilegir í nokkrum leikjum í vetur, en í kvöld sá ég merki þess að það gæti farið að birta til. Við þurfum að halda þessari vinnu áfram. "En auðvitað þurfa menn að sýna meiri gæði þegar þeir eru komnir einir gegn markmanni, það er það besta sem maður fær í handbolta. Menn þurfa líka að láta finna fyrir sér varnarlega," sagði Patrekur að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira