Arftaki Bugatti Veyron er 1.500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 10:42 Bugatti Chiron. Bugatti Veyron hefur um nokkurt árabil verið konungur hestaflakapphlaupsins og hraðametanna, en smíði hans hefur nú verið hætt og nýr arftaki hans er í þróun. Hann hefur fengið nafnið Chiron og fær aflrás uppá hvorki meira né minna en 1.500 hestöfl. Bíllinn er með 16 strokka og 8,0 lítra bensínvél auk rafmótora. Hann mun ná 100 km hraða á 2,5 sekúndum og hámarkshraði hans verður 463 km/klst, sem er 29 km meiri hraði en Bugatti Veyron Sport með sín 1.200 hestöfl nær. Bugatti segir að Chiron verði umtalsvert léttari en Veyron. Hann mun koma á markað árið 2016 og hefur útkomu hans því verið frestað, en til stóð upphaflega að hann kæmi í sölu á næsta ári. Vegna þessarar frestunar hefur heyrst að Bugatti muni ef til vill í millitíðinni framlengja smíði Veyron bílsins með Speedster útfærslu sem mun kosta enn meira en áður útkomnar útfærslur Veyron bílsins. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent
Bugatti Veyron hefur um nokkurt árabil verið konungur hestaflakapphlaupsins og hraðametanna, en smíði hans hefur nú verið hætt og nýr arftaki hans er í þróun. Hann hefur fengið nafnið Chiron og fær aflrás uppá hvorki meira né minna en 1.500 hestöfl. Bíllinn er með 16 strokka og 8,0 lítra bensínvél auk rafmótora. Hann mun ná 100 km hraða á 2,5 sekúndum og hámarkshraði hans verður 463 km/klst, sem er 29 km meiri hraði en Bugatti Veyron Sport með sín 1.200 hestöfl nær. Bugatti segir að Chiron verði umtalsvert léttari en Veyron. Hann mun koma á markað árið 2016 og hefur útkomu hans því verið frestað, en til stóð upphaflega að hann kæmi í sölu á næsta ári. Vegna þessarar frestunar hefur heyrst að Bugatti muni ef til vill í millitíðinni framlengja smíði Veyron bílsins með Speedster útfærslu sem mun kosta enn meira en áður útkomnar útfærslur Veyron bílsins.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent