Arftaki Bugatti Veyron er 1.500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 10:42 Bugatti Chiron. Bugatti Veyron hefur um nokkurt árabil verið konungur hestaflakapphlaupsins og hraðametanna, en smíði hans hefur nú verið hætt og nýr arftaki hans er í þróun. Hann hefur fengið nafnið Chiron og fær aflrás uppá hvorki meira né minna en 1.500 hestöfl. Bíllinn er með 16 strokka og 8,0 lítra bensínvél auk rafmótora. Hann mun ná 100 km hraða á 2,5 sekúndum og hámarkshraði hans verður 463 km/klst, sem er 29 km meiri hraði en Bugatti Veyron Sport með sín 1.200 hestöfl nær. Bugatti segir að Chiron verði umtalsvert léttari en Veyron. Hann mun koma á markað árið 2016 og hefur útkomu hans því verið frestað, en til stóð upphaflega að hann kæmi í sölu á næsta ári. Vegna þessarar frestunar hefur heyrst að Bugatti muni ef til vill í millitíðinni framlengja smíði Veyron bílsins með Speedster útfærslu sem mun kosta enn meira en áður útkomnar útfærslur Veyron bílsins. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent
Bugatti Veyron hefur um nokkurt árabil verið konungur hestaflakapphlaupsins og hraðametanna, en smíði hans hefur nú verið hætt og nýr arftaki hans er í þróun. Hann hefur fengið nafnið Chiron og fær aflrás uppá hvorki meira né minna en 1.500 hestöfl. Bíllinn er með 16 strokka og 8,0 lítra bensínvél auk rafmótora. Hann mun ná 100 km hraða á 2,5 sekúndum og hámarkshraði hans verður 463 km/klst, sem er 29 km meiri hraði en Bugatti Veyron Sport með sín 1.200 hestöfl nær. Bugatti segir að Chiron verði umtalsvert léttari en Veyron. Hann mun koma á markað árið 2016 og hefur útkomu hans því verið frestað, en til stóð upphaflega að hann kæmi í sölu á næsta ári. Vegna þessarar frestunar hefur heyrst að Bugatti muni ef til vill í millitíðinni framlengja smíði Veyron bílsins með Speedster útfærslu sem mun kosta enn meira en áður útkomnar útfærslur Veyron bílsins.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent