Milljónasti farþegi WOW air fer í loftið í dag Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2014 15:12 Skúli Mogensen ásamt Björgvini og Gunnhildi. vísir/aðsend Í dag mun milljónasti farþegi WOW air fljúga með félaginu en þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Farþegafjöldi WOW air hefur vaxið jafnt og þétt frá fyrsta flugi félagsins í maí 2012. Fyrsta árið flugu um 110 þúsund farþegar með flugfélaginu og árið 2013 flaug WOW air með um 415 þúsund farþega. Gert er ráð fyrir 60% aukningu á farþegum milli ára frá um 500 þúsund farþegum nú í ár í um 800 þúsund farþega á næsta ári. Gunnhildur Blöndal er milljónasti farþegi WOW air og flýgur nú utan seinni partinn ásamt manni sínum Björgvini Viktor Þórðarsyni. „Við erum að fljúga til London Gatwick flugvallar og erum á leiðinni til Brighton til að versla inn jólagjafirnar og njóta þess að ganga um bæinn. Við erum búin að vera saman í sjö ár og aldrei komist í frí saman áður, svo það má segja að þetta sé stór stund hjá okkur. Við ætlum að vera þarna í sex daga, við höfum aldrei komið þarna áður en heyrt margt gott um Brighton. Maðurinn minn hefur áður flogið með WOW air og fór þá líka til London“ segir Gunnhildur Blöndal sem fékk af þessu tilefni afhent gjafabréf fyrir tvo og ætla þau að skella sér til Dyflinnar næsta sumar. „Ég er mjög stoltur af því að í dag skulum við fljúga með milljónasta gestinn okkar og afar þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið bæði hér innanlands og erlendis frá fyrsta degi. Það er magnað að nú höfum við flogið með þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar frá fyrsta flugi okkar. Þessar góðu móttökur hvetja okkur svo sannarlega að halda áfram þeirri stefnu okkar að vera með nýjustu flugvélarnar á Íslandi, vera stundvísasta flugfélagið og bjóða upp á langódýrasta flugið til og frá Íslandi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttir af flugi Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Í dag mun milljónasti farþegi WOW air fljúga með félaginu en þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Farþegafjöldi WOW air hefur vaxið jafnt og þétt frá fyrsta flugi félagsins í maí 2012. Fyrsta árið flugu um 110 þúsund farþegar með flugfélaginu og árið 2013 flaug WOW air með um 415 þúsund farþega. Gert er ráð fyrir 60% aukningu á farþegum milli ára frá um 500 þúsund farþegum nú í ár í um 800 þúsund farþega á næsta ári. Gunnhildur Blöndal er milljónasti farþegi WOW air og flýgur nú utan seinni partinn ásamt manni sínum Björgvini Viktor Þórðarsyni. „Við erum að fljúga til London Gatwick flugvallar og erum á leiðinni til Brighton til að versla inn jólagjafirnar og njóta þess að ganga um bæinn. Við erum búin að vera saman í sjö ár og aldrei komist í frí saman áður, svo það má segja að þetta sé stór stund hjá okkur. Við ætlum að vera þarna í sex daga, við höfum aldrei komið þarna áður en heyrt margt gott um Brighton. Maðurinn minn hefur áður flogið með WOW air og fór þá líka til London“ segir Gunnhildur Blöndal sem fékk af þessu tilefni afhent gjafabréf fyrir tvo og ætla þau að skella sér til Dyflinnar næsta sumar. „Ég er mjög stoltur af því að í dag skulum við fljúga með milljónasta gestinn okkar og afar þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið bæði hér innanlands og erlendis frá fyrsta degi. Það er magnað að nú höfum við flogið með þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar frá fyrsta flugi okkar. Þessar góðu móttökur hvetja okkur svo sannarlega að halda áfram þeirri stefnu okkar að vera með nýjustu flugvélarnar á Íslandi, vera stundvísasta flugfélagið og bjóða upp á langódýrasta flugið til og frá Íslandi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.
Fréttir af flugi Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira