Land Rover á beltum í miðbænum Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 15:39 Tekur sig vel út í miðbænum. Vilhelm Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent
Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent