Fer Ferrari frá Ítalíu? Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 14:54 Höfuðstöðvar Ferrari í Maranello á Ítalíu. Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent
Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent