Samningar tókust ekki Lillý Valgerður Pétursdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 29. desember 2014 19:29 Samninganefndir lækna og ríkisins funduðu í allan dag án árangurs. Stefnt er að því að hittast aftur klukkan 10:30 í fyrramálið. Heilbrigðisráðherra segir þolinmæðina gangvart ástandinu vera á þrotum í samfélaginu. Samninganefndirnar komu saman til funda klukkan tvö og hafa fundað stíft í allan dag. Aðeins er um vika í að umfangsmiklar verkfallsaðgerðir lækna eigi hefjast og því mikill þrýstingur á að samningar fari að nást. Aðgerðirnar koma til með að hafa mikil áhrif á heilbrigðiskerfið, sér í lagi á Landspítalann þar sem skurðdeildir munu nær lokast fram að páskum. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði í fréttum okkar í gær að íslenska þjóðin væri í vondum málum ef samningar nást ekki á næstu dögum í deilunni. Hún sagði jafnframt ekki koma til greina að draga úr þunga verkfallsaðgerðanna. Töluvert hefur borið í milli í deilunni en það að fundur standi í Karphúsinu gefur von um að eitthvað sé að þokast. Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar lækna varðist fregna þegar fréttastofa reyndi að ræða við hana í Karphúsinu nú undir kvöld. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fylgist náið með framvindu mála. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra: „Þetta er mjög alvarleg staða og ég hef átt viðræður við báða aðila þessarar deilu, það er að segja kjarasamninganefnd ríkis og lækna og hef verið að beita mér í þá veru að samningsaðilarnir nái saman, því að það er alveg augljóst að það er löngu þrotin þolinmæði í samfélaginu gagnvart þessari stöðu“. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Samninganefndir lækna og ríkisins funduðu í allan dag án árangurs. Stefnt er að því að hittast aftur klukkan 10:30 í fyrramálið. Heilbrigðisráðherra segir þolinmæðina gangvart ástandinu vera á þrotum í samfélaginu. Samninganefndirnar komu saman til funda klukkan tvö og hafa fundað stíft í allan dag. Aðeins er um vika í að umfangsmiklar verkfallsaðgerðir lækna eigi hefjast og því mikill þrýstingur á að samningar fari að nást. Aðgerðirnar koma til með að hafa mikil áhrif á heilbrigðiskerfið, sér í lagi á Landspítalann þar sem skurðdeildir munu nær lokast fram að páskum. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði í fréttum okkar í gær að íslenska þjóðin væri í vondum málum ef samningar nást ekki á næstu dögum í deilunni. Hún sagði jafnframt ekki koma til greina að draga úr þunga verkfallsaðgerðanna. Töluvert hefur borið í milli í deilunni en það að fundur standi í Karphúsinu gefur von um að eitthvað sé að þokast. Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar lækna varðist fregna þegar fréttastofa reyndi að ræða við hana í Karphúsinu nú undir kvöld. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fylgist náið með framvindu mála. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra: „Þetta er mjög alvarleg staða og ég hef átt viðræður við báða aðila þessarar deilu, það er að segja kjarasamninganefnd ríkis og lækna og hef verið að beita mér í þá veru að samningsaðilarnir nái saman, því að það er alveg augljóst að það er löngu þrotin þolinmæði í samfélaginu gagnvart þessari stöðu“.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira