Það er orðið ljóst að Ólafur Stefánsson mun ekki taka aftur við liði Vals eftir áramót eins og til stóð.
Þetta staðfestir Jón Kristjánsson við mbl.is í dag. Jón hefur verið aðalþjálfari liðsins síðan Ólafur steig til hliðar þar sem hann er upptekinn við önnur verkefni.
Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið Jóni innan handar en þeir skipta nú á hlutverkum. Óskar Bjarni verður aðalþjálfari en Jón stígur til hliðar og verður honum innan handar.
Heimir Ríkarðsson mun einnig stíga inn í þjálfarateymið eftir áramót.

