Tónlistarmaðurinn vinsæli Einar Ágúst Víðisson er gjaldþrota. Engar eignir fundust í þrotabúi hans en kröfur í búið voru 18,9 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
Búið var tekið til gjaldþrotaskipta í september síðastliðnum en skiptum í búið var lokið þann 16. desember.
Einar Ágúst er einn vinsælasti söngvari landsins og fór fyrir hljómsveitinni Skítamórall sem sló í gegn á tíunda áratugnum. Þá keppti hann fyrir Íslandshönd í Eurovision árið 2000 með lagið Tell Me!.
Einar Ágúst er annar vinsæli söngvarinn sem er úrskurðaður gjaldþrota á skömmum tíma. Herbert Guðmundsson staðfesti við Vísi fyrr í mánuðinum að hann hefði óskað eftir því að vera tekinn til gjaldþrotaskipta.
