Mikil bílasala í Bandaríkjunum í desember Finnur Thorlacius skrifar 31. desember 2014 10:06 Margir í Bandaríkjunum fá bíl í jólagjöf. Mjög góð bílasala hefur verið í Bandaríkjunum þetta árið og stefnir í um 17 milljón bíla sölu. Sú þróun hefur orðið á síðustu árum að desember hefur orðið einn af bestu sölumánuðum ársins í Bandaríkjunum og svo er það nú. Líklega verður desember fjórði besti sölumánuður ársins, á eftir mars, maí og ágúst og stefnir í rúmlega 1,5 milljón bíla sölu. Desember var ekki góður sölumánuður á árum áður í Bandaríkjunum, en árangursríkar söluherferðir þarlendis á undanförnum árum hefur breytt því og nú er bíll afar vinsæl jólagjöf. Þessi breyting hófst uppúr árinu 2000, en eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur desember verið einn söluhæsti mánuður ársins þar vestra. Miklir afslættir eru á bílum í þessum lokamánuði ársins og framleiðendur og bílasölur keppast við að ná markmiðum sínum fyrir hvert ár. Hérlendis er desember ávallt með slakari bílasölumánuðum og gott þykir ef bílasala í þeim mánuði nær helmingi af meðalsölu allra mánaða ársins. Á vor- og sumarmánuðum ársins er bílasala langmest vegna mikillar sölu til bílaleiga. Sé bílasala í desember borin saman í Bandaríkjunum og Íslandi, ber mikið í milli. Í Bandaríkjunum búa um það bil þúsund sinnum fleiri en á Íslandi. Ef samsvarandi bílasala á hvern íbúa væri í þessum mánuði og í Bandaríkjunum þyrfti hún að vera 1.500 bílar hérlendis, en hún stefnir í um 400 bíla. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent
Mjög góð bílasala hefur verið í Bandaríkjunum þetta árið og stefnir í um 17 milljón bíla sölu. Sú þróun hefur orðið á síðustu árum að desember hefur orðið einn af bestu sölumánuðum ársins í Bandaríkjunum og svo er það nú. Líklega verður desember fjórði besti sölumánuður ársins, á eftir mars, maí og ágúst og stefnir í rúmlega 1,5 milljón bíla sölu. Desember var ekki góður sölumánuður á árum áður í Bandaríkjunum, en árangursríkar söluherferðir þarlendis á undanförnum árum hefur breytt því og nú er bíll afar vinsæl jólagjöf. Þessi breyting hófst uppúr árinu 2000, en eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur desember verið einn söluhæsti mánuður ársins þar vestra. Miklir afslættir eru á bílum í þessum lokamánuði ársins og framleiðendur og bílasölur keppast við að ná markmiðum sínum fyrir hvert ár. Hérlendis er desember ávallt með slakari bílasölumánuðum og gott þykir ef bílasala í þeim mánuði nær helmingi af meðalsölu allra mánaða ársins. Á vor- og sumarmánuðum ársins er bílasala langmest vegna mikillar sölu til bílaleiga. Sé bílasala í desember borin saman í Bandaríkjunum og Íslandi, ber mikið í milli. Í Bandaríkjunum búa um það bil þúsund sinnum fleiri en á Íslandi. Ef samsvarandi bílasala á hvern íbúa væri í þessum mánuði og í Bandaríkjunum þyrfti hún að vera 1.500 bílar hérlendis, en hún stefnir í um 400 bíla.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent