Heiðin jól eða heilög Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 30. desember 2014 18:17 Í aðdraganda þessara jóla hafa staðhæfingar um eðli og tilurð jólanna farið hátt á vefsíðum dagblaða, í ummælakerfum og á samfélagsmiðlum. Margt af því sem þar er sagt á við rök að styðjast en flest ber keim af upphrópunum ætlað að koma höggstað á hinn kristna sið. Sambærileg umræða hefur staðið yfir beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum hefur afhelgun hátíðarinnar verið í deiglunni um árabil og á Norðurlöndum hafa reglur um kirkjuferðir grunnskólabarna leitt af sér keimlíka umræðu og hér á landi. Það væri að æra óstöðugan fyrir guðfræðinga að ætla að leiðrétta allar þær rangfærslur sem birtast í almennri umræðu en ítrekað er því haldið fram að jólin séu í grunninn heiðin hátíð, sem kristnir menn hafi stolið af forfeðrum okkar. Slík fullyrðing er í besta falli einföldun en ber að svara, þar sem henni er ítrekað haldið á lofti til að koma höggstað á jólahald kirkjunnar. Tilurðarsaga kristins jólahalds er margræð og flókin en upphaf kristindómsins einkennist af trúarlegri deiglu þar sem ólíkir höfundar halda fram sérstöðu Jesú í þeim fjölbreyttu ritum sem leggja grunninn að Nýja testamentinu og skyldum bókmenntum þess. Guðspjöllin öll halda guðdómlegu eðli Jesú á lofti en fjalla um það með ólíkum hætti og fara ólíkar leiðir í að fjalla um hvernig að Jesús birtir okkur eðli Guðs. Inntak jólanna, sú hugmynd að Guð gerðist maður í Jesú Kristi, er upprunaleg kristnum átrúnaði. Fræðimenn á sviði biblíuvísinda hafa fyrir margt löngu lagt til hliðar þær hugmyndir að gyðingdómur og kristni hafi verið einsleit fyrirbæri í fornöld og að grísk-rómverskra áhrifa hafi ekki gætt fyrr en síðar í þróun þeirra. Jerúsalem var grískumælandi borg frá tíma Alexanders mikla (323 f.Kr.) og rabbínskur gyðingdómur og kristni verða til á fyrstu öld okkar tímatals í umhverfi hellenismans, sem verður til þegar gríska verður alþjóðamál á þessu landssvæði. Allar hátíðir kristni eru í grunnin eldri hátíðir sem fengu nýja merkingu í ljósi Jesú og það ferli er í guðfræði nefnt samþætting trúarhefða (e. syncretism). Fæðingarhátíð Jesú Krists er yngst stórhátíða en fæðingadagur Jesú var ekki þekktur af frumkristnum höfundum. Um tilurð 25. desember eru þrjár meginkenningar: Sú fyrsta bendir á að hin gyðinglega sjálfstæðishátíð Makkabeauppreisnarinnar Hanukkah er haldin á 25. degi Kislev mánaðar, samkvæmt hinu gyðinglega tungl-dagatali og er því oft á sama tíma. Tímasetningar páska, uppstigningar og hvítasunnu fylgja þessu forna dagatali. Önnur kenning gerir ráð fyrir að dagsetningin hafi verið valin til höfuðs rómverskum sólstöðuhátíðum en slíkar hátíðir Saturnalia voru haldnar 17.-25. desember á keisaratímanum og mörkuðu áramót. Það sem mælir gegn því er að á þeim tíma sem að dagsetningin er að festa sig í sessi mættu kristnir menn ofsóknum af hálfu Rómverja og því ólíklegt að þeir hafi sótt til slíkra hátíða til viðmiðunar. Sú þriðja bendir á að boðunardagur Maríu, sá tími er Jesús var getinn af heilögum anda, var í frumkirkjunni talinn hafa verið sama dag og hann var krossfestur, þann 25. mars, og því er fæðing hans dagsett nákvæmlega níu mánuðum síðar. Þess má geta að ekki halda allar kirkjudeildir jól þann 25. desember, en rétttrúnaðarkirkjur halda jól 7. janúar samkvæmt hinu eldra júlíanska dagatali. Um jólahald á norðurhveli fyrir kristnitöku er lítið vitað og þær ritheimildir sem við eigum koma frá kristnum höfundum. Hinn enski kirkjusagnfræðingur Bede (d. 735) segir frá mánaðarheiti að vetri samkvæmt saxnesku tímatali með svipað heiti og jól en skylt orð er jafnframt að finna í tungumáli Gota. Sambærilegt mánaðarheiti í forn-íslensku kann að vera Ýlir, en það kemur fyrir á einum stað í 13. aldar handriti. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur viðurkennir að „helsta röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember er mánaðarnafnið” (1993:321), sem og sú staðreynd að fæðingarhátíð frelsarans tók á sig heitið jól á norðurlöndum. Merking orðsins er mjög á reiki, á 13. og 14. öld var talið að orðið væri vísun í nafn Óðins, Jólni, en samtímamenn töldu einnig að því gæti verið öfugt farið. Þá hafa menn leitað skýringa í því að um drykkju hafi verið að ræða, þar sem í kvæði um Harald Hárfagra segir: Úti vil jól drekka / ef skal einn ráða / fylkir hinn framlyndi / og Freys leik Heyja. „Freys leikir” verða best skyldir sem kynlífsiðkun, jafnvel kynsvall, samkvæmt þjóðháttafræðingnum (1993:319). Hverjar sem orðsifjar hugtaksins eru til forna er ljóst að heimildir okkar um forn-heiðna jólahátíð eru næsta engar. Við vitum ekki hvort slík hátíð var útbreidd, hvenær hún var haldin eða hvert inntak hennar var. Það sem við vitum er að orðsifjar hugtaksins jól tengjast fornu tímatali á norðurslóðum. Vísanir í blót á jólum eða fornar sólstöðuhátíðir eru ágiskanir, sem kunna vel að eiga við rök að styðjast, en byggja ekki á rituðum samtímaheimildum. Fullyrðingar þess efnis að kristnir menn hafi stolið jólunum úr heiðnum sið eru áróður en ekki staðreyndir, eins og ítrekað er staðhæft í umræðunni. Jólahald á norðurslóðum hefur dregið dám af þjóðháttum og siðvenjum norrænna þjóða frá upphafi og gerir enn. Jólin eru kristin hátíð, sem fagnar komu Guðs inn í þennan heim í Jesú Kristi og sá fögnuður er upprunalegur kristnum átrúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Tengdar fréttir Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum Hin árvissa síbylja um mannréttindasinnuðu vinstrimennina, sem vilja ræna börnin jólunum, er orðin fastur liður í jólaundirbúningi landsmanna. 23. desember 2014 15:18 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þessara jóla hafa staðhæfingar um eðli og tilurð jólanna farið hátt á vefsíðum dagblaða, í ummælakerfum og á samfélagsmiðlum. Margt af því sem þar er sagt á við rök að styðjast en flest ber keim af upphrópunum ætlað að koma höggstað á hinn kristna sið. Sambærileg umræða hefur staðið yfir beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum hefur afhelgun hátíðarinnar verið í deiglunni um árabil og á Norðurlöndum hafa reglur um kirkjuferðir grunnskólabarna leitt af sér keimlíka umræðu og hér á landi. Það væri að æra óstöðugan fyrir guðfræðinga að ætla að leiðrétta allar þær rangfærslur sem birtast í almennri umræðu en ítrekað er því haldið fram að jólin séu í grunninn heiðin hátíð, sem kristnir menn hafi stolið af forfeðrum okkar. Slík fullyrðing er í besta falli einföldun en ber að svara, þar sem henni er ítrekað haldið á lofti til að koma höggstað á jólahald kirkjunnar. Tilurðarsaga kristins jólahalds er margræð og flókin en upphaf kristindómsins einkennist af trúarlegri deiglu þar sem ólíkir höfundar halda fram sérstöðu Jesú í þeim fjölbreyttu ritum sem leggja grunninn að Nýja testamentinu og skyldum bókmenntum þess. Guðspjöllin öll halda guðdómlegu eðli Jesú á lofti en fjalla um það með ólíkum hætti og fara ólíkar leiðir í að fjalla um hvernig að Jesús birtir okkur eðli Guðs. Inntak jólanna, sú hugmynd að Guð gerðist maður í Jesú Kristi, er upprunaleg kristnum átrúnaði. Fræðimenn á sviði biblíuvísinda hafa fyrir margt löngu lagt til hliðar þær hugmyndir að gyðingdómur og kristni hafi verið einsleit fyrirbæri í fornöld og að grísk-rómverskra áhrifa hafi ekki gætt fyrr en síðar í þróun þeirra. Jerúsalem var grískumælandi borg frá tíma Alexanders mikla (323 f.Kr.) og rabbínskur gyðingdómur og kristni verða til á fyrstu öld okkar tímatals í umhverfi hellenismans, sem verður til þegar gríska verður alþjóðamál á þessu landssvæði. Allar hátíðir kristni eru í grunnin eldri hátíðir sem fengu nýja merkingu í ljósi Jesú og það ferli er í guðfræði nefnt samþætting trúarhefða (e. syncretism). Fæðingarhátíð Jesú Krists er yngst stórhátíða en fæðingadagur Jesú var ekki þekktur af frumkristnum höfundum. Um tilurð 25. desember eru þrjár meginkenningar: Sú fyrsta bendir á að hin gyðinglega sjálfstæðishátíð Makkabeauppreisnarinnar Hanukkah er haldin á 25. degi Kislev mánaðar, samkvæmt hinu gyðinglega tungl-dagatali og er því oft á sama tíma. Tímasetningar páska, uppstigningar og hvítasunnu fylgja þessu forna dagatali. Önnur kenning gerir ráð fyrir að dagsetningin hafi verið valin til höfuðs rómverskum sólstöðuhátíðum en slíkar hátíðir Saturnalia voru haldnar 17.-25. desember á keisaratímanum og mörkuðu áramót. Það sem mælir gegn því er að á þeim tíma sem að dagsetningin er að festa sig í sessi mættu kristnir menn ofsóknum af hálfu Rómverja og því ólíklegt að þeir hafi sótt til slíkra hátíða til viðmiðunar. Sú þriðja bendir á að boðunardagur Maríu, sá tími er Jesús var getinn af heilögum anda, var í frumkirkjunni talinn hafa verið sama dag og hann var krossfestur, þann 25. mars, og því er fæðing hans dagsett nákvæmlega níu mánuðum síðar. Þess má geta að ekki halda allar kirkjudeildir jól þann 25. desember, en rétttrúnaðarkirkjur halda jól 7. janúar samkvæmt hinu eldra júlíanska dagatali. Um jólahald á norðurhveli fyrir kristnitöku er lítið vitað og þær ritheimildir sem við eigum koma frá kristnum höfundum. Hinn enski kirkjusagnfræðingur Bede (d. 735) segir frá mánaðarheiti að vetri samkvæmt saxnesku tímatali með svipað heiti og jól en skylt orð er jafnframt að finna í tungumáli Gota. Sambærilegt mánaðarheiti í forn-íslensku kann að vera Ýlir, en það kemur fyrir á einum stað í 13. aldar handriti. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur viðurkennir að „helsta röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember er mánaðarnafnið” (1993:321), sem og sú staðreynd að fæðingarhátíð frelsarans tók á sig heitið jól á norðurlöndum. Merking orðsins er mjög á reiki, á 13. og 14. öld var talið að orðið væri vísun í nafn Óðins, Jólni, en samtímamenn töldu einnig að því gæti verið öfugt farið. Þá hafa menn leitað skýringa í því að um drykkju hafi verið að ræða, þar sem í kvæði um Harald Hárfagra segir: Úti vil jól drekka / ef skal einn ráða / fylkir hinn framlyndi / og Freys leik Heyja. „Freys leikir” verða best skyldir sem kynlífsiðkun, jafnvel kynsvall, samkvæmt þjóðháttafræðingnum (1993:319). Hverjar sem orðsifjar hugtaksins eru til forna er ljóst að heimildir okkar um forn-heiðna jólahátíð eru næsta engar. Við vitum ekki hvort slík hátíð var útbreidd, hvenær hún var haldin eða hvert inntak hennar var. Það sem við vitum er að orðsifjar hugtaksins jól tengjast fornu tímatali á norðurslóðum. Vísanir í blót á jólum eða fornar sólstöðuhátíðir eru ágiskanir, sem kunna vel að eiga við rök að styðjast, en byggja ekki á rituðum samtímaheimildum. Fullyrðingar þess efnis að kristnir menn hafi stolið jólunum úr heiðnum sið eru áróður en ekki staðreyndir, eins og ítrekað er staðhæft í umræðunni. Jólahald á norðurslóðum hefur dregið dám af þjóðháttum og siðvenjum norrænna þjóða frá upphafi og gerir enn. Jólin eru kristin hátíð, sem fagnar komu Guðs inn í þennan heim í Jesú Kristi og sá fögnuður er upprunalegur kristnum átrúnaði.
Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum Hin árvissa síbylja um mannréttindasinnuðu vinstrimennina, sem vilja ræna börnin jólunum, er orðin fastur liður í jólaundirbúningi landsmanna. 23. desember 2014 15:18
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun