Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 16:30 Alfreð Gíslason, lukkudýr Meistaradeildarinnar og Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. Sigurjón M. Egilsson, þá blaðamaður á DV og núverandi fréttaritstjóri fréttastofu 365 miðla, skrifaði um málið á baksíðu mánudagsblaðsins 16. janúar 1989. Fréttin rifjaðist upp fyrir mörgum þegar fréttist af árásinni á Aron um helgina en Aron var sleginn niður að tilefnislausu aðfaranótt sunnudagsins. Árið 1989 var magnað ár fyrir Alfreð Gíslason en mánuði síðar leiddi hann íslenska landsliðið til sigurs í B-keppninni í Frakklandi. Alfreð var síðan kosinn Íþróttamaður ársins 1989. Hér fyrir neðan má sjá þessa stuttu en athyglisverðu frétt úr DV mánudaginn 16. janúar 1989.Hljóp uppi skemmdarvargaAlfreð Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, hljóp uppi skemmdarvarga aðfaranótt laugardags. Alfreð, sem býr við Tjarnargötu í Reykjavík, vaknaði við hávaða og hlátrasköll. Þegar hann leit út sá hann að þrír menn voru að skemma bíl í götunni og virtust þeir skemmta sér vel við verkið.Alfreð brá skjótt við - fór í buxur og skyrtu - fór út og hljóp uppi tvo af mönnunum. Annar þeirra virtist lítið ölvaður.„Ég ákvað að fara með annan manninn heim og sleppti því hinum. Þegar ég kom með hann heim hringdi ég í lögregluna og hafði manninn hjá mér þar til hún kom," sagði Alfreð.- Þurftir þú að hlaupa langt? „Nei, ég er svo fljótur að hlaupa," sagði Alfreð og hló við.Alfreð sagði að sinn bíll hefði verið sá fjórtándi í röðinni af þeim fjórtán bílum sem mennirnir skemmdu. Þeir spörkuðu í afturhurð á bíl Alfreðs, brutu spegla, þurrkur og afturljós. „Ef þú ætlar að skrifa um þetta - getur þú þá ekki sagt að þetta hafi verið Siggi Sveins?" Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. Sigurjón M. Egilsson, þá blaðamaður á DV og núverandi fréttaritstjóri fréttastofu 365 miðla, skrifaði um málið á baksíðu mánudagsblaðsins 16. janúar 1989. Fréttin rifjaðist upp fyrir mörgum þegar fréttist af árásinni á Aron um helgina en Aron var sleginn niður að tilefnislausu aðfaranótt sunnudagsins. Árið 1989 var magnað ár fyrir Alfreð Gíslason en mánuði síðar leiddi hann íslenska landsliðið til sigurs í B-keppninni í Frakklandi. Alfreð var síðan kosinn Íþróttamaður ársins 1989. Hér fyrir neðan má sjá þessa stuttu en athyglisverðu frétt úr DV mánudaginn 16. janúar 1989.Hljóp uppi skemmdarvargaAlfreð Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, hljóp uppi skemmdarvarga aðfaranótt laugardags. Alfreð, sem býr við Tjarnargötu í Reykjavík, vaknaði við hávaða og hlátrasköll. Þegar hann leit út sá hann að þrír menn voru að skemma bíl í götunni og virtust þeir skemmta sér vel við verkið.Alfreð brá skjótt við - fór í buxur og skyrtu - fór út og hljóp uppi tvo af mönnunum. Annar þeirra virtist lítið ölvaður.„Ég ákvað að fara með annan manninn heim og sleppti því hinum. Þegar ég kom með hann heim hringdi ég í lögregluna og hafði manninn hjá mér þar til hún kom," sagði Alfreð.- Þurftir þú að hlaupa langt? „Nei, ég er svo fljótur að hlaupa," sagði Alfreð og hló við.Alfreð sagði að sinn bíll hefði verið sá fjórtándi í röðinni af þeim fjórtán bílum sem mennirnir skemmdu. Þeir spörkuðu í afturhurð á bíl Alfreðs, brutu spegla, þurrkur og afturljós. „Ef þú ætlar að skrifa um þetta - getur þú þá ekki sagt að þetta hafi verið Siggi Sveins?"
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Aron gaf eina milljón til krabbameinssjúkra barna Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur verið mikið í fréttunum í morgun eftir að það fréttist af því að íslenski landsliðsmanninn hafi orðið fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina en kappinn bíður líka upp á góðar fréttir af sér í dag. 30. desember 2014 13:08
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05