„Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2014 11:12 Jóhannes Haukur verslar alltaf við björgunarsveitirnar en finnst hlægilegt að fólk vilji skylda alla til að kaupa af þeim. Vísir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira