Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2014 07:15 Tugmilljóna sjúkrabúnaður í eigu ríkisins eyðilagðist í flugslysinu á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar 5. ágúst síðastliðinn. Mynd/Baldvin Þeyr Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira