Margverðlaunað þræladrama sem allir eru að tala um Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 09:00 Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Fréttablaðið/Getty Images Kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta dramamyndin á nýafstaðinni Golden Globe-hátíð en hún verður frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin var tilnefnd til alls sjö Golden Globe-verðlauna en hlaut aðeins eina styttu. Samt sem áður er myndin líklegust til að hreppa Óskarsverðlaunin í febrúar sem besta myndin samkvæmt veðbönkum, til dæmis Paddy Power. Þar eru líkurnar 1/4 á meðan líkurnar á að American Hustle eða Gravity hreppi hnossið eru 1/5. Þá er einn af aðalleikurum myndarinnar, Chiwetel Ejiofor, líklegur til að vinna fyrir bestan leik í aðalhlutverki en hann tapaði fyrir Matthew McConaughey á Golden Globe-hátíðinni, sem var verðlaunaður fyrir frammistöðu sína í Dallas Buyers Club. Myndin 12 Years a Slave fjallar um Solomon Northup sem fæddist frjáls maður og vann ýmis verkamannastörf í New York til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Solomon var einnig lunkinn fiðluleikari og veturinn 1841 komu tveir menn að máli við hann og vildu ráða hann sem undirleikara í leiksýningu. Solomon stökk á tækifærið og fylgdi þeim til Washington en þar yfirbuguðu mennirnir hann og seldu hann í þrældóm. Sá þrældómur átti eftir að vara næstu tólf árin. Myndin er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Solomons Northup sem kom út árið 1853 og átti dyggan þátt í því að þrælastríðið braust út í Bandaríkjunum árið 1861. Margir hafa borið myndina saman við aðrar epískar dramamyndir eins og Schindler‘s List og The Passion of Christ sem skiluðu fúlgum fjár í kassann þrátt fyrir að fjalla um mjög erfið málefni. Myndin var frumsýnd á Telluride-kvikmyndahátíðinni 30. ágúst í fyrra og hefur skilað rúmlega fimmtíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, tæplega sex milljörðum króna. Þá hefur myndin fengið alls kyns ókeypis auglýsingu hjá stjörnum á borð við Kanye West og Sean Combs. Sá síðarnefndi hvatti alla til að sjá myndina með þessum orðum í myndbandi: „Þessi mynd er átakanleg en samkvæm sannleikanum og hún er hluti af heilunarferlinu. Ég bið ykkur öll um að fara með börnin ykkar og alla að sjá hana. Þið verðið að sjá hana til að skilja, svo þið getið byrjað að skilja.“ Með aðalhlutverk í myndinni fara Chiwetel Ejiofor, Michael Fassbender, Benedict Cumberbatch, Paul Dano, Paul Giamatti, Lupita Nyong‘o, Sarah Paulson, Brad Pitt og Alfre Woodard en henni er leikstýrt af Steve McQueen. Fréttir Golden Globes Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta dramamyndin á nýafstaðinni Golden Globe-hátíð en hún verður frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin var tilnefnd til alls sjö Golden Globe-verðlauna en hlaut aðeins eina styttu. Samt sem áður er myndin líklegust til að hreppa Óskarsverðlaunin í febrúar sem besta myndin samkvæmt veðbönkum, til dæmis Paddy Power. Þar eru líkurnar 1/4 á meðan líkurnar á að American Hustle eða Gravity hreppi hnossið eru 1/5. Þá er einn af aðalleikurum myndarinnar, Chiwetel Ejiofor, líklegur til að vinna fyrir bestan leik í aðalhlutverki en hann tapaði fyrir Matthew McConaughey á Golden Globe-hátíðinni, sem var verðlaunaður fyrir frammistöðu sína í Dallas Buyers Club. Myndin 12 Years a Slave fjallar um Solomon Northup sem fæddist frjáls maður og vann ýmis verkamannastörf í New York til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Solomon var einnig lunkinn fiðluleikari og veturinn 1841 komu tveir menn að máli við hann og vildu ráða hann sem undirleikara í leiksýningu. Solomon stökk á tækifærið og fylgdi þeim til Washington en þar yfirbuguðu mennirnir hann og seldu hann í þrældóm. Sá þrældómur átti eftir að vara næstu tólf árin. Myndin er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Solomons Northup sem kom út árið 1853 og átti dyggan þátt í því að þrælastríðið braust út í Bandaríkjunum árið 1861. Margir hafa borið myndina saman við aðrar epískar dramamyndir eins og Schindler‘s List og The Passion of Christ sem skiluðu fúlgum fjár í kassann þrátt fyrir að fjalla um mjög erfið málefni. Myndin var frumsýnd á Telluride-kvikmyndahátíðinni 30. ágúst í fyrra og hefur skilað rúmlega fimmtíu milljónum dollara í kassann í miðasölutekjum, tæplega sex milljörðum króna. Þá hefur myndin fengið alls kyns ókeypis auglýsingu hjá stjörnum á borð við Kanye West og Sean Combs. Sá síðarnefndi hvatti alla til að sjá myndina með þessum orðum í myndbandi: „Þessi mynd er átakanleg en samkvæm sannleikanum og hún er hluti af heilunarferlinu. Ég bið ykkur öll um að fara með börnin ykkar og alla að sjá hana. Þið verðið að sjá hana til að skilja, svo þið getið byrjað að skilja.“ Með aðalhlutverk í myndinni fara Chiwetel Ejiofor, Michael Fassbender, Benedict Cumberbatch, Paul Dano, Paul Giamatti, Lupita Nyong‘o, Sarah Paulson, Brad Pitt og Alfre Woodard en henni er leikstýrt af Steve McQueen.
Fréttir Golden Globes Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira