Spænsku nautabanarnir of sterkir Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 17. janúar 2014 06:00 Þórir Ólafsson fékk kjörið tækifæri til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn í hraðaupphlaupi í seinni hálfleiknum en lét José Manuel Sierra verja frá sér. Íslenska liðið fór illa með nokkur frábær færi í annars vel spiluðum leik í Álaborg í gær. Vísir/Daníel Vængbrotið lið Íslands sýndi frábæra frammistöðu gegn Spánverjum í gær en varð að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 33-28, í sveiflukenndum og skemmtilegum leik í Álaborg. Ísland fékk ekki góð tíðindi fyrir leik því Arnór Atlason komst ekki í gegnum upphitun og gat því ekki spilað. Þó svo íslensku áhorfendurnir hafi aftur sungið þjóðsönginn í stúkunni án undirleiks þá dugði það ekki til að kveikja almennilega á strákunum. Þeir voru allt of linir í vörninni á upphafsmínútunum og Spánverjar löbbuðu óáreittir í gegn. Smám saman óx okkar mönnum þó ásmegin. Aron Pálmarsson fór algjörlega á kostum í sókninni og skoraði að vild. Þegar sjö mínútur voru til leikhlés þá komst Ísland yfir í fyrsta skipti, 12-11. Við tók frábær kafli hjá íslenska liðinu þar sem það náði þriggja marka forskoti, 15-12. Þá tóku Spánverjar Aron úr umferð. Við það var allur vindur úr okkar mönnum, Spánverjar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins og höfðu eins marks forystu í hléinu, 16-15. Lokamarkið kom beint úr aukakasti. Klaufalegt. Strákarnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Þeir náðu aftur þriggja marka forskoti, 22-19, með því að skora fjögur mörk í röð. Þá féll þeim á ný allur ketill í eld. Spánverjar svöruðu með sex mörkum og náðu forskoti sem þeir gáfu aldrei eftir. Strákarnir seldu sig þó dýrt og náðu að klóra í Spánverjana. Þeir fóru aftur á móti illa með dauðafærin og það má ekki gegn svona frábæru liði. Að tapa með fimm marka mun gaf svo engan veginn rétta mynd af gangi leiksins.Aron Pálmarsson fór algjörlega hamförum í fyrri hálfleik og skoraði að vild. Svo öflugur var hann að heimsmeistararnir neyddust til þess að taka hann úr umferð. Aron er tæpur vegna meiðsla og þurfti að spila mikið í kvöld. Það kemur vonandi ekki í bakið á liðinu. Guðjón Valur átti einnig stórleik og klúðraði ekki skoti. Ásgeir Örn virkilega grimmur og vex við hverja raun. Björgvin Páll var í banastuði í markinu og þeir Bjarki Már og Vignir virkilega sterkir fyrir miðri miðju. Miðað við allt sem á undan er gengið hjá strákunum okkar þá mega þeir vera stoltir af þessari riðlakeppni. Þeir hafa lent í miklum áföllum og lykilmenn eru að spila meiddir á þessu móti. Þeir kvarta samt ekki og gefa sig hundrað prósent í hvern einasta bolta og eru aldrei sáttir nema þeir vinni. Þetta lið er með risastórt hjarta og það er þetta hjarta, viljastyrkur og samstaða sem hefur fleytt þeim áfram. Þeir unnu sannfærandi sigur á Noregi, voru óheppnir að ná ekki sigri gegn Ungverjum og stríddu heimsmeisturum Spánverja hressilega. Fram undan eru áhugaverð verkefni og strákarnir geta vel haldið áfram að gera flotta hluti í Herning. EM 2014 karla Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Vængbrotið lið Íslands sýndi frábæra frammistöðu gegn Spánverjum í gær en varð að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 33-28, í sveiflukenndum og skemmtilegum leik í Álaborg. Ísland fékk ekki góð tíðindi fyrir leik því Arnór Atlason komst ekki í gegnum upphitun og gat því ekki spilað. Þó svo íslensku áhorfendurnir hafi aftur sungið þjóðsönginn í stúkunni án undirleiks þá dugði það ekki til að kveikja almennilega á strákunum. Þeir voru allt of linir í vörninni á upphafsmínútunum og Spánverjar löbbuðu óáreittir í gegn. Smám saman óx okkar mönnum þó ásmegin. Aron Pálmarsson fór algjörlega á kostum í sókninni og skoraði að vild. Þegar sjö mínútur voru til leikhlés þá komst Ísland yfir í fyrsta skipti, 12-11. Við tók frábær kafli hjá íslenska liðinu þar sem það náði þriggja marka forskoti, 15-12. Þá tóku Spánverjar Aron úr umferð. Við það var allur vindur úr okkar mönnum, Spánverjar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins og höfðu eins marks forystu í hléinu, 16-15. Lokamarkið kom beint úr aukakasti. Klaufalegt. Strákarnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Þeir náðu aftur þriggja marka forskoti, 22-19, með því að skora fjögur mörk í röð. Þá féll þeim á ný allur ketill í eld. Spánverjar svöruðu með sex mörkum og náðu forskoti sem þeir gáfu aldrei eftir. Strákarnir seldu sig þó dýrt og náðu að klóra í Spánverjana. Þeir fóru aftur á móti illa með dauðafærin og það má ekki gegn svona frábæru liði. Að tapa með fimm marka mun gaf svo engan veginn rétta mynd af gangi leiksins.Aron Pálmarsson fór algjörlega hamförum í fyrri hálfleik og skoraði að vild. Svo öflugur var hann að heimsmeistararnir neyddust til þess að taka hann úr umferð. Aron er tæpur vegna meiðsla og þurfti að spila mikið í kvöld. Það kemur vonandi ekki í bakið á liðinu. Guðjón Valur átti einnig stórleik og klúðraði ekki skoti. Ásgeir Örn virkilega grimmur og vex við hverja raun. Björgvin Páll var í banastuði í markinu og þeir Bjarki Már og Vignir virkilega sterkir fyrir miðri miðju. Miðað við allt sem á undan er gengið hjá strákunum okkar þá mega þeir vera stoltir af þessari riðlakeppni. Þeir hafa lent í miklum áföllum og lykilmenn eru að spila meiddir á þessu móti. Þeir kvarta samt ekki og gefa sig hundrað prósent í hvern einasta bolta og eru aldrei sáttir nema þeir vinni. Þetta lið er með risastórt hjarta og það er þetta hjarta, viljastyrkur og samstaða sem hefur fleytt þeim áfram. Þeir unnu sannfærandi sigur á Noregi, voru óheppnir að ná ekki sigri gegn Ungverjum og stríddu heimsmeisturum Spánverja hressilega. Fram undan eru áhugaverð verkefni og strákarnir geta vel haldið áfram að gera flotta hluti í Herning.
EM 2014 karla Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira