Frammistaðan á EM sigur fyrir Aron Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 21. janúar 2014 06:00 Sverre Jakobsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson taka hér á skyttunni Filip Mirkulovski sem skoraði þrjú mörk fyrir Makedóníu í gær. fréttablaðið/daníel Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann. EM 2014 karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vöknuðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarnir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæmlega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekkert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sigurinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedóníu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann.
EM 2014 karla Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira