Friðarborgin Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 21. janúar 2014 06:00 Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem hafni alfarið hernaðarbrölti heimsins og friðlýsi Reykjavík frá komu herskipa og herflugvéla. Fram hefur komið gagnrýni á hugmyndir Jóns og þá sérstaklega með þeim rökum að leit og björgun á Norður-Atlantshafi yrði mun erfiðari fyrir vikið þar sem landhelgisgæslan sinni svipuðu hlutverki og sjóherir nágrannaríkja okkar. Þessi rök halda þó engu vatni, enda ekkert vitað hvaða verkefnum mörg þeirra skipa og flugvéla sem hingað koma hafa verið að sinna. Að líta á komu herafla hingað til lands sem happafeng og stuðning við skipulagt björgunarstarf hérlendis er í besta falli misvísandi, enda væri hægt að koma á fót annars konar samstarfi við nágrannaríki okkar væri það undirliggjandi orsök fyrir viðkomu þessara herafla. Öllu alvarlegra er þó að kanna hvaða verkefnum herfarartæki sem hingað hafa komið hafa raunverulega verið að sinna. Fluttu vélar sem hér áttu viðkomu t.d. stríðsfanga til Guantanamo? Hver veit? Önnur rök sem heyrst hafa gegn friðarborginni Reykjavík er að afstaða lítillar borgar í Norður-Atlantshafi skipti engu máli í alþjóðasamhengi. En með þeim rökum er algjörlega litið fram hjá ýmsum bautasteinum í mannréttinda- og friðarbaráttu í gegnum tíðina þar sem raunin er einmitt sú að lítil þúfa veltir stóru hlassi.Afstaða okkar skiptir máli En hvaða máli skiptir það þá þegar lítil höfuðborg á hjara veraldar tekur skýra afstöðu gegn hvers kyns hervæðingu og hernaðarbrölti? Komum herflugvéla hingað til lands hefur fækkað um meira en helming milli áranna 2011 og 2012 en við hljótum að spyrja hvert þessi skip og þessar flugvélar sem stoppa við hérlendis eru að fara og í hvaða tilgangi. Eða erum við sátt við að vera áningar- og þjónustustaður herflota sama hvert förinni er heitið og hverjir kunni að láta lífið? Á endanum standa eftir siðferðislegar spurningar sem ég hvet hvern og einn Íslending til að svara. Eru stríð óviðkomandi okkur bara af því að þau eiga sér ekki stað í bakgarðinum hjá okkur? Getum við lokað augunum og samþykkt morð á saklausum borgurum í fjarlægum löndum? Ég segi nei! Jón Gnarr borgarstjóri strengdi áramótaheit um það að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. Ég legg til að við strengjum þess öll heit að vinna að þessu með honum og raungera drauminn um herlausa Reykjavíkurborg. Afstaða okkar skiptir máli því ekkert land og engin borg er nógu lítil til að láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir friði og bræðralagi í heiminum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun