Af vondu réttlæti Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2014 06:00 Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar