Enn langt í land í allra bestu liðin Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 23. janúar 2014 08:30 Róbert Gunnarsson í baráttu við tvo danska leikmenn á línunni í gær. Strákarnir lentu í miklu basli með Jannick Green, frábæran markvörð Dana, í Herning í gær. fréttablaðið/daníel Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur. EM 2014 karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur.
EM 2014 karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira