Verða oftar fyrir fordómum Eva Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Innflytjendur verða mun oftar fyrir fordómafullri hegðun heldur en Íslendingar. fréttablaðið/Vilhelm Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira