„Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 00:01 Einar Kristinn Kristgeirsson keppir í svigi og stórsvigi í Sotsjí. Mynd/SKÍ „Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Sjá meira
„Síðan maður var lítill krakki var það markmið mitt að komast á Ólympíuleikana. Nú er það orðið að veruleika,“ segir Einar Kristinn Kristgeirsson. Breiðhyltingurinn verður á meðal fjögurra íslenskra keppenda í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Hann fylgdist vel með leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum og í Tórínó árið 2006. „Þetta er auðvitað það stærsta sem maður kemst í,“ segir Einar Kristinn spenntur. Skíðakappinn tvítugi segir góðan stíganda hafa verið í frammistöðu sinni undanfarnar vikur og mánuði. Einar hefur líkt og allir íslensku keppendurnir dvalist í Austurríki og Noregi frá því í ágúst. „Ég hef skíðað mikið og tel mig hafa bætt mig mikið. Ég náði mínum bestu erlendu punktum í Noregi fyrir skömmu þannig að þetta er allt að smella saman á réttum tíma.“ Einar Kristinn flaug utan til Austurríkis ásamt Maríu Guðmundsdóttur og Brynjari Jökli Guðmundssyni um síðustu helgi. Með í för er landsliðsþjálfarinn Fjalar Úlfarsson en hópurinn mun æfa og keppa ytra til 5. febrúar. Þá verður flogið til Sotsjí en setningarhátíð leikanna fer fram þann 7. febrúar. Einar Kristinn ætlar sér stóra hluti. „Ég stefni á að komast í topp 35. En þá verð ég að skíða vel,“ segir Einar Kristinn sem æfði af kappi í sumar. „Ég vann í einn og hálfan mánuð en æfði svo tvisvar til þrisvar á dag í Laugardalnum til að koma mér í gott form. Allur líkaminn þarf að vera sterkur því það reynir á hann allan,“ segir ÍR-ingurinn sem renndi sér sínar fyrstu ferðir í Breiðholtsbrekkunni. Í dag keppir hann fyrir Skíðafélag Akureyrar en ástæðan er einföld. „Ég keppi og æfi með SKA. Kærastan mín er þaðan og ég er mest þar þegar ég er á Íslandi.“Einar Kristinn keppir í svigi og stórsvigi á leikunum sem verða í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 Sport og visir.is.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Sjá meira