Súrir hrútspungar Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Ég er mikill stuðningsmaður jafnréttisbaráttunnar. Ég er líka andstæðingur eineltis og þess að skilja útundan. Hingað til hef ég líka verið aðdáandi þorrablóta. „Þið kunnið ekki gott að meta!“ hef ég hrópað þegar fólk býsnast yfir súrmat og hrútspungum. Mér finnst þetta frábær matur – í hófi. Og bragðið minnir mig á skemmtileg hóf úr æsku. Hins vegar hefur undarleg umræða átt sér stað í kringum þessi hóf á síðastliðnum vikum. Þegar ég var lítil fannst mér alltaf pirrandi þegar einhver hrópaði: „strákar á móti stelpum!“ og enn verra þegar yfirlýsingar flugu um að allar stelpur pissuðu í kopp meðan allir strákarnir hlustuðu á rokk eða borðuðu popp. Ég vissi að ég þyrfti þá að taka þátt í mótspyrnunni sem fólst í því að leiðrétta þessa staðhæfingu með nýfengnum upplýsingum að það væru víst stelpurnar sem borðuðu poppið og spiluðu rokkið á meðan strákarnir sátu á koppnum. Þessar heimskulegu rökræður áttu sér þó aldrei stað þegar ég var heima í Playstation með strákunum, bestu vinum mínum. Ég veit ekki hvað þurfti til að espa upp þennan ríg en nógu ömurlegt var það. Kannski af því að báðir pólarnir voru algjörlega ósigrandi. Það hlýtur að vera augljóst mál að helmingur mannkyns er ekki stöðugt pissandi í koppa meðan hinn er upptekinn við að belgja sig út af poppkorni. Á þorrablótum er borðaður eldgamall matur og jafngömul gildi höfð í hávegum, minni karla og kvenna flutt af fyllsta fólkinu – allt saman við mismikinn fögnuð auðvitað. Fólk er mishrifið af súrum hrútspungum. Þrátt fyrir alla heimsins jafnréttisbaráttu er mér samt í alvöru sama þótt einhver karlakór haldi kvennalaust þorrablót. Og ég er viss um að framkvæmdastjóri Sinfóníunnar er sammála mér. „Mig langaði hvort sem er ekkert í þetta asnalega partí,“ segir hún kannski. Fólk er mishrifið af súrum hrútspungum. Hins vegar finnst mér algjörlega ótækt að þeir sem eru fráskildir að vestan, nánar tiltekið í Bolungarvík, megi ekki mæta í blót. Þeir hefðu kannski átt að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákváðu að binda enda á óhamingjusamt hjónaband sitt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Ég er mikill stuðningsmaður jafnréttisbaráttunnar. Ég er líka andstæðingur eineltis og þess að skilja útundan. Hingað til hef ég líka verið aðdáandi þorrablóta. „Þið kunnið ekki gott að meta!“ hef ég hrópað þegar fólk býsnast yfir súrmat og hrútspungum. Mér finnst þetta frábær matur – í hófi. Og bragðið minnir mig á skemmtileg hóf úr æsku. Hins vegar hefur undarleg umræða átt sér stað í kringum þessi hóf á síðastliðnum vikum. Þegar ég var lítil fannst mér alltaf pirrandi þegar einhver hrópaði: „strákar á móti stelpum!“ og enn verra þegar yfirlýsingar flugu um að allar stelpur pissuðu í kopp meðan allir strákarnir hlustuðu á rokk eða borðuðu popp. Ég vissi að ég þyrfti þá að taka þátt í mótspyrnunni sem fólst í því að leiðrétta þessa staðhæfingu með nýfengnum upplýsingum að það væru víst stelpurnar sem borðuðu poppið og spiluðu rokkið á meðan strákarnir sátu á koppnum. Þessar heimskulegu rökræður áttu sér þó aldrei stað þegar ég var heima í Playstation með strákunum, bestu vinum mínum. Ég veit ekki hvað þurfti til að espa upp þennan ríg en nógu ömurlegt var það. Kannski af því að báðir pólarnir voru algjörlega ósigrandi. Það hlýtur að vera augljóst mál að helmingur mannkyns er ekki stöðugt pissandi í koppa meðan hinn er upptekinn við að belgja sig út af poppkorni. Á þorrablótum er borðaður eldgamall matur og jafngömul gildi höfð í hávegum, minni karla og kvenna flutt af fyllsta fólkinu – allt saman við mismikinn fögnuð auðvitað. Fólk er mishrifið af súrum hrútspungum. Þrátt fyrir alla heimsins jafnréttisbaráttu er mér samt í alvöru sama þótt einhver karlakór haldi kvennalaust þorrablót. Og ég er viss um að framkvæmdastjóri Sinfóníunnar er sammála mér. „Mig langaði hvort sem er ekkert í þetta asnalega partí,“ segir hún kannski. Fólk er mishrifið af súrum hrútspungum. Hins vegar finnst mér algjörlega ótækt að þeir sem eru fráskildir að vestan, nánar tiltekið í Bolungarvík, megi ekki mæta í blót. Þeir hefðu kannski átt að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákváðu að binda enda á óhamingjusamt hjónaband sitt?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun