Góðir kennarar Hjálmar Sveinsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Átján ára dóttir mín kom heim í vikunni eftir að hafa tekið þátt í mótmælum á Austurvelli. Hún fékk frí í skólanum til að sýna kennurum samstöðu í baráttu þeirra fyrir betri launum. Verkfall framhaldsskólakennara er yfirvofandi. Það er smánarblettur á samfélaginu að þeir þurfi að leita til slíkra ráða til að fá almennileg laun. Kennaraverkföll hafa reynst langvinn og haft afdrifaríkar afleiðingar. Kennarastarfið er auðvitað eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Góður kennari vekur ekki bara áhuga á tiltekinni námsgrein. Hann/hún blæs í sjálfan lífsneistann í sálinni. Tilveran er mögnuð, full af furðum og fallegum hlutum og alls kyns mikilvægum álitamálum og sjálfur er maður hluti af þessu öllu saman. Það er dásamlegt. Maður býr að þeirri tilfinningu alla ævi. Enskukennarinn minn í Flensborgarskóla var af vesturíslenskum ættum. Hann kom einu sinni í tíma með plötuspilara og plötu með Leonard Cohen. Hann spilaði lagið Suzanne og bað okkur að skrifa stutta tímaritgerð um lag og texta. Sumum fannst þetta ömurlegt verkefni en mér fannst það frábært. Ég fylltist einhverjum fögnuði innra með mér og lifði á honum lengi á eftir. Ég var nýorðinn 17 ára. Fyrir næstum 10 árum fjallaði ég talsvert um skólamál í Speglinum í Ríkisútvarpinu. Tilefnið var frekar slakur árangur íslenskra grunnskólanema í PISA-prófum. Ég ætla ekki út í þá viðkvæmu sálma hér. En það er ein setning sem fer ekki úr höfðinu á mér frá því ég fjallaði um þessi mál í Speglinum. Ég las viðtal við Andreas Schleicher, þýskan skólafrömuð sem starfar í menntaráði OECD og hefur verið kallaður „Faðir Pisa“. Hann sagði í þessu viðtali að sín reynsla væri sú að það skipti engu hvað skólakerfið héti eða hvernig skipuritinu væri háttað. En það skipti öllu máli að í skólanum ríkti „andrúmsloft andlegs metnaðar“. Auðvitað eru það fyrst og fremst góðir kennarar sem skapa slíkt andrúmsloft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Átján ára dóttir mín kom heim í vikunni eftir að hafa tekið þátt í mótmælum á Austurvelli. Hún fékk frí í skólanum til að sýna kennurum samstöðu í baráttu þeirra fyrir betri launum. Verkfall framhaldsskólakennara er yfirvofandi. Það er smánarblettur á samfélaginu að þeir þurfi að leita til slíkra ráða til að fá almennileg laun. Kennaraverkföll hafa reynst langvinn og haft afdrifaríkar afleiðingar. Kennarastarfið er auðvitað eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Góður kennari vekur ekki bara áhuga á tiltekinni námsgrein. Hann/hún blæs í sjálfan lífsneistann í sálinni. Tilveran er mögnuð, full af furðum og fallegum hlutum og alls kyns mikilvægum álitamálum og sjálfur er maður hluti af þessu öllu saman. Það er dásamlegt. Maður býr að þeirri tilfinningu alla ævi. Enskukennarinn minn í Flensborgarskóla var af vesturíslenskum ættum. Hann kom einu sinni í tíma með plötuspilara og plötu með Leonard Cohen. Hann spilaði lagið Suzanne og bað okkur að skrifa stutta tímaritgerð um lag og texta. Sumum fannst þetta ömurlegt verkefni en mér fannst það frábært. Ég fylltist einhverjum fögnuði innra með mér og lifði á honum lengi á eftir. Ég var nýorðinn 17 ára. Fyrir næstum 10 árum fjallaði ég talsvert um skólamál í Speglinum í Ríkisútvarpinu. Tilefnið var frekar slakur árangur íslenskra grunnskólanema í PISA-prófum. Ég ætla ekki út í þá viðkvæmu sálma hér. En það er ein setning sem fer ekki úr höfðinu á mér frá því ég fjallaði um þessi mál í Speglinum. Ég las viðtal við Andreas Schleicher, þýskan skólafrömuð sem starfar í menntaráði OECD og hefur verið kallaður „Faðir Pisa“. Hann sagði í þessu viðtali að sín reynsla væri sú að það skipti engu hvað skólakerfið héti eða hvernig skipuritinu væri háttað. En það skipti öllu máli að í skólanum ríkti „andrúmsloft andlegs metnaðar“. Auðvitað eru það fyrst og fremst góðir kennarar sem skapa slíkt andrúmsloft.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun