Leiðsögumenn borga ekki matarkörfuna með starfsánægjunni Berglind Steinsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Leiðsögumenn eru oft spurðir hvort það sé ekki gaman í vinnunni. Við virðumst þykja öfundsverð af starfinu og við erum það. Stundum er svo hrikalega gaman að vera á ferðinni; akandi eða gangandi, siglandi, ríðandi eða fljúgandi. Í hvataferðum fáum við að fljúga útsýnisflug, elta uppi hvali, fara á hestbak, busla í Hvítá og borða humar, naut eða skötusel. Í hringferðum gefst tækifæri til að standa aftan á heyvagni á leið út í Ingólfshöfða, ganga upp að Svartafossi, stinga berum tánum í Atlantshafið í Reynisfjöru – æ, nei, má ekki, það er hættulegt – horfa á Geysi gera búbblur, horfa á Deildartunguhver gera minni búbblur, finna ölkelduvatn í Mýrasýslu, finna fyrir Walter Mitty í Stykkishólmi, sviðsetja Íslendingasögu í Borgarvirki, leika hest og tölta á mölinni, þefa af hvernum í Námaskarði, spila á trompet í Ásbyrgi og syngja Sofðu, unga ástin mín hjá Laxamýri. Ég verð alltaf málóð þegar ég byrja á þessari umræðu en ætla að láta hér staðar numið í hugmyndunum. Sannarlega er oft gaman. En ekki alltaf. Stundum eru einstaklingar eða hópar til vandræða. Stundum heimta hvatahóparnir að fá að reykja inni á veitingastöðunum þótt það sé ekki í boði. Stundum gangast hópstjórar upp í leiðindum. Stundum verða slys. Stundum er veðrið svo slæmt að engan langar út að skoða Dettifoss eða ganga niður Almannagjá. Einstaka sinnum er maturinn vondur eða ekki það sem pantað hafði verið. Það kemur fyrir að við þurfum að miðla málum, taka á honum stóra okkar og margendurtaka það sem við vorum búin að útskýra í smáatriðum. Stundum týnist einn farþegi af 60 og þegar hann finnst hvessir hann sig við leiðsögumanninn og segir að sér hafi ekki verið sagt að rútan yrði á hinum endanum eftir gönguna.Eiga að fá sanngjörn laun Þrátt fyrir marga ánægjustundina í vinnunni, þrátt fyrir góða veðrið sem var allan fyrsta áratug aldarinnar (misminni?) og þrátt fyrir náttúrufegurðina er það vinna að fara um landið með útlendinga, sýna þeim fegurðina, bæta við hana með fróðleik og sögum, ganga upp að jökli eða fossi með suma dálítið fótafúna, streða við að komast í einhver matarinnkaup í hádeginu á fjölförnum stöðum og uppörva fólk ef því er eitthvað mótdrægt. Í ferðaþjónustunni eru margar mikilvægar stéttir sem eiga að fá sanngjörn laun. Ein þeirra er stétt leiðsögumanna sem verja löngum stundum í að lesa sér til, undirbúa sig af kostgæfni og kosta til þess fé og tíma. Reikningarnir okkar lækka ekki og við getum ekki borgað húsnæðislánin eða matarkörfuna með brosinu einu saman. 262.000 krónur fyrir heilan mánuð eru ekki sanngjörn laun. Þess vegna erum við í kjarabaráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Leiðsögumenn eru oft spurðir hvort það sé ekki gaman í vinnunni. Við virðumst þykja öfundsverð af starfinu og við erum það. Stundum er svo hrikalega gaman að vera á ferðinni; akandi eða gangandi, siglandi, ríðandi eða fljúgandi. Í hvataferðum fáum við að fljúga útsýnisflug, elta uppi hvali, fara á hestbak, busla í Hvítá og borða humar, naut eða skötusel. Í hringferðum gefst tækifæri til að standa aftan á heyvagni á leið út í Ingólfshöfða, ganga upp að Svartafossi, stinga berum tánum í Atlantshafið í Reynisfjöru – æ, nei, má ekki, það er hættulegt – horfa á Geysi gera búbblur, horfa á Deildartunguhver gera minni búbblur, finna ölkelduvatn í Mýrasýslu, finna fyrir Walter Mitty í Stykkishólmi, sviðsetja Íslendingasögu í Borgarvirki, leika hest og tölta á mölinni, þefa af hvernum í Námaskarði, spila á trompet í Ásbyrgi og syngja Sofðu, unga ástin mín hjá Laxamýri. Ég verð alltaf málóð þegar ég byrja á þessari umræðu en ætla að láta hér staðar numið í hugmyndunum. Sannarlega er oft gaman. En ekki alltaf. Stundum eru einstaklingar eða hópar til vandræða. Stundum heimta hvatahóparnir að fá að reykja inni á veitingastöðunum þótt það sé ekki í boði. Stundum gangast hópstjórar upp í leiðindum. Stundum verða slys. Stundum er veðrið svo slæmt að engan langar út að skoða Dettifoss eða ganga niður Almannagjá. Einstaka sinnum er maturinn vondur eða ekki það sem pantað hafði verið. Það kemur fyrir að við þurfum að miðla málum, taka á honum stóra okkar og margendurtaka það sem við vorum búin að útskýra í smáatriðum. Stundum týnist einn farþegi af 60 og þegar hann finnst hvessir hann sig við leiðsögumanninn og segir að sér hafi ekki verið sagt að rútan yrði á hinum endanum eftir gönguna.Eiga að fá sanngjörn laun Þrátt fyrir marga ánægjustundina í vinnunni, þrátt fyrir góða veðrið sem var allan fyrsta áratug aldarinnar (misminni?) og þrátt fyrir náttúrufegurðina er það vinna að fara um landið með útlendinga, sýna þeim fegurðina, bæta við hana með fróðleik og sögum, ganga upp að jökli eða fossi með suma dálítið fótafúna, streða við að komast í einhver matarinnkaup í hádeginu á fjölförnum stöðum og uppörva fólk ef því er eitthvað mótdrægt. Í ferðaþjónustunni eru margar mikilvægar stéttir sem eiga að fá sanngjörn laun. Ein þeirra er stétt leiðsögumanna sem verja löngum stundum í að lesa sér til, undirbúa sig af kostgæfni og kosta til þess fé og tíma. Reikningarnir okkar lækka ekki og við getum ekki borgað húsnæðislánin eða matarkörfuna með brosinu einu saman. 262.000 krónur fyrir heilan mánuð eru ekki sanngjörn laun. Þess vegna erum við í kjarabaráttu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun