Mesta áhorf frá upphafi 8. febrúar 2014 08:00 Dómnefndin Fréttablaðið/Andri Marínó „Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun. Ísland Got Talent Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
„Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun.
Ísland Got Talent Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira