Sprengjuárás á karlmennskuna 10. febrúar 2014 22:00 Hallgrímur Helgason Vísir/Valli Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.” Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, hefur nú komið út á 7 erlendum tungumálum, og er væntanleg á þremur í viðbót. Á seinni hluta síðasta árs kom hún út á frönsku, spænsku og pólsku og var vel tekið í öllum þessum löndum. Í Frakklandi kom bókin út hjá Presses de la Cité forlaginu í París í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Stórblaðið Le Monde kallaði bókina „magnaðan doðrant” og Le Figaro lýsti henni sem „íslenskri sprengju sem sprengir bæði persónu og lesendur í loft upp”. Paris Match sagði bókina „ómótstæðilega” og Le Point lýsir henni sem „600 síðum fullum af húmor, tilfinningum og djúpri umfjöllun um harmræn örlög kvenna”. Þá valdi bókmenntasíðan lirelirelire.com Konuna við 1000° sem bestu skáldsögu haustvertíðarinnar. Í árlegu vali franskra bóksala var sagan valin ein af tíu bestu erlendu skáldsögum ársins en hana var einnig að finna á lista hins virta bókmenntatímarits Lire yfir þrjár bestu erlendu skáldsögur ársins 2013. Í lok nóvember tók Hallgrímur síðan við Prix Millepages, verðlaunum Millepages bókabúðarinnar í París, sem veitt voru fyrir bestu erlendu skáldsögu haustvertíðarinnar. Á Spáni kom bókin út hjá Mondadori forlaginu í þýðingu Enrique Bernardez Sanchís. Stórblaðið El Periodico í Barcelona skrifaði „Helgason heillar með aldraðri femínistabombu” undir fyrirsögninni: „Sprengjuárás á karlmennskuna”. Bókmenntatímaritið Leer lýsti höfundinum sem „háðskum og beittum, gáfuðum og huguðum” og síleska blaðið La Tercera spurði hvers vegna 600 síðna íslensk skáldsaga væri þýdd á spænsku í miðri kreppu og svaraði: „Vegna þess að hún er frábær.” Þá valdi hin virta bókmenntasíða todoliteratura.es bókina sem þá bestu sem út kom á spænska málsvæðinu árið 2013. Í Póllandi kom bókin út hjá Znak forlaginu í Kraká og fékk góðar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Tu-czytam vefsíðan sagði bókina „5 stjörnu lesningu” og frægasta sjónvarpskona Póllands, Maria Czubaszek, lét hafa eftir sér á kápu bókarinnar: „Bókin byrjar vel, sem er gott. En verður svo betri, sem er öllu verra, því eftir það getur maður ekki slitið sig frá henni.”
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira