Saga mannsins með nærfatanafnið er lyginni líkust Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Bruno Banani braut blað í sögu Kyrrahafseyjunnar Tonga þegar hann renndi sér í Sotsjí um síðustu helgi. Vísir/Getty Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Þegar hinn 26 ára gamli Bruno Banani frá Tonga renndi sér á baksleðanum niður brekkuna í Sotsjí um síðustu helgi rættist ósk Salote Mafile‘o Pilolevu Tuita, prinsessunnar af Tonga, um að eiga keppanda á Vetrarólympíuleikunum. Banani, sem keppt hefur á þremur heimsmeistaramótum, endaði í 32. sæti og stóð sig hreint með ágætum. Saga hans er lyginni líkust. Eiginlega bara hálfgerð lygi. Það er t.a.m. engin tilviljun að hann heitir það sama og þýski nærfataframleiðandinn Bruno Banani. Hann tók nefnilega upp nafn fyrirtækisins fyrir fimm árum í markaðsskyni og hefur síðan verið auglýsing fyrir fyrirtækið þar sem hann þýtur á baksleða niður brekkur heimsins á allt að 140 kílómetra hraða.Fundu glufu í regluverkinu Fuahea Semi, eins og hann heitir réttu nafni, mætti á hálfgert baksleðanámskeið sem þýski meistarinn Isabel Barschinski hélt á Tonga árið 2009 og í framhaldinu hafði markaðsfyrirtækið Makai samband við hann. Það viðraði þá hugmynd við Semi að byrja að æfa íþróttina af krafti og breyta nafni sínu í Bruno Banani. Reglur Ólympíunefndarinnar hvað varðar auglýsingar í kringum leikana eru mjög strangar og mega íþróttamenn ekki einu sinni birtast í þeim hvar sem er í heiminum á meðan á leikunum stendur. Ekki nema sé verið að auglýsa eitthvert af þeim fyrirtækjum sem styrkja Ólympíuleikana. „Ég virði Ólympíuleikana en við fundum þarna glufu í regluverkinu. Við fengum þá hugmynd að breyta nafni hans sem er ekki bannað,“ sagði Mathias Ihle, forstjóri Maikai, við ESPN í janúar. Hinum endurnefnda Banani var svo boðið til æfinga með þýska landsliðinu er hann reyndi að komast á Vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010 en það tókst ekki. Hann hefur síðan keppt á þremur heimsmeistaramótum og er nú búinn að endurskrifa Ólympíusögu Tonga. Markaðsfyrirtækið breytti ekki bara nafni Semi heldur sögu hans. Faðir Semi fæðir og klæðir fjölskyldu sína með því að tína kassavarætur en þar sem þær þekkja ekki allir var frekar sagt að hann tíndi kókoshnetur. Sú setning fylgir svo alltaf Banani að hann „fái kraft úr kókoshnetum“. Þýska blaðið Der Spiegel kom upp um Banani fyrir tveimur árum en það stöðvaði hvorki nærfataframleiðandann né íþróttamanninn sjálfan. Hann hélt áfram ótrauður og tryggði sér keppnisrétt á ÓL 2014 í lok desember á síðasta ári. Prinsessan af Tonga var svo mætt til Sotsjí fyrir keppnina um síðustu helgi þar sem hún hoppaði og öskraði af gleði. „Áfram Bruno, áfram Tonga, áfram Tonga!“ hrópaði hún. Ekkert lítið ánægð með að draumur hennar rættist.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira