Við erum í ykkar liði – vitleysingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Klappað var í salnum á Viðskiptaþingi í gær þegar Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, ítrekaði þá afstöðu ráðsins að ljúka hefði átt aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og halda þannig opnum möguleika Íslands á að taka upp evruna tvíhliða. Umræðuefnið á þinginu var uppbygging alþjóðageirans á Íslandi og hvernig alþjóðleg atvinnustarfsemi er lykillinn að batnandi lífskjörum í framtíðinni. Formaður Viðskiptaráðs fjallaði eðlilega um þann meginvanda alþjóðlegrar atvinnustarfsemi á Íslandi að búa ekki við alþjóðlega gjaldgenga mynt. „Staða peningamála er stærsta einstaka hindrun uppbyggingar alþjóðlegrar starfsemi á Íslandi,“ sagði hann og spáði því að jafnvel þótt gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í náinni framtíð – sem er bjartsýni – myndi slík starfsemi áfram eiga erfitt uppdráttar af því að traustið á gjaldmiðlinum vantaði. Hreggviður kallaði eftir því að ríkisstjórnin gæfi skýrari svör um framtíðarstefnu sína í peningamálum eftir að aðildarviðræðurnar við ESB voru stöðvaðar. Þeir sem bjuggust við að fá þau svör í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþinginu urðu fyrir vonbrigðum. Ráðherrann varði drjúgum hluta ræðu sinnar í kvartanir og skammir. Hann kvartaði sáran undan því að forystumenn atvinnulífsins gagnrýndu hann að ósekju og áttuðu sig ekki á að ólíkt síðustu ríkisstjórn væri þessi samherji þeirra og skildi þarfir atvinnulífsins. Hann kvartaði líka yfir því að menn hefðu misskilið hann þegar hann líkti erlendri fjárfestingu við erlenda lántöku; það hefði verið „tóm vitleysa“ – eins og svo mörg önnur gagnrýni á forsætisráðherrann. Svo skammaði hann forystumenn atvinnulífsins fyrir afstöðu þeirra í Icesave-málinu, verzlunina í landinu fyrir að gagnrýna landbúnaðarkerfið og Seðlabankann fyrir að gera greiningu á efnahagsáhrifum skuldaniðurfellinga ríkisstjórnarinnar. Sigmundi Davíð fannst vanta verulega upp á að atvinnulífið nálgaðist stjórnvöld með uppbyggilegum hætti. Annaðhvort ættu menn að vinna með stjórnvöldum eða stofna bloggsíðu, sagði hann. En vill ríkisstjórnin vinna með atvinnulífinu með uppbyggilegum hætti? Jú, svo allrar sanngirni sé gætt örlaði á slíkum tóni í ræðu ráðherrans. Hann sagði að stjórnin vildi einfalda regluverk, ýta undir bæði innlenda og erlenda fjárfestingu og leyfa lífeyrissjóðunum að taka þátt í áhættufjárfestingum í þágu nýsköpunar. Svörin um það hvert væri plan ríkisstjórnarinnar í peningamálum til lengri tíma komu hins vegar ekki. Og Sigmundi Davíð fannst fáránlegt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði aðildarviðræður við ESB, þegar hún væri þeim alfarið andvíg. Kannski er það jafnvitlaust og þegar forsvarsmenn atvinnulífsins ætluðust til þess af síðustu ríkisstjórn að hún greiddi götu frjálsra viðskipta – áttu þeir ekki að vita að hún var á móti svoleiðis? Boðskapur ráðherrans var í hnotskurn þessi: Við hlustum ekki á mikið af því sem þið segið, enda vitum við betur. En þið getið ekki verið svo vitlaus að skilja ekki að við erum með ykkur í liði. Þeir sem reka fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni hljóta að klappa duglega fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun
Klappað var í salnum á Viðskiptaþingi í gær þegar Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, ítrekaði þá afstöðu ráðsins að ljúka hefði átt aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og halda þannig opnum möguleika Íslands á að taka upp evruna tvíhliða. Umræðuefnið á þinginu var uppbygging alþjóðageirans á Íslandi og hvernig alþjóðleg atvinnustarfsemi er lykillinn að batnandi lífskjörum í framtíðinni. Formaður Viðskiptaráðs fjallaði eðlilega um þann meginvanda alþjóðlegrar atvinnustarfsemi á Íslandi að búa ekki við alþjóðlega gjaldgenga mynt. „Staða peningamála er stærsta einstaka hindrun uppbyggingar alþjóðlegrar starfsemi á Íslandi,“ sagði hann og spáði því að jafnvel þótt gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í náinni framtíð – sem er bjartsýni – myndi slík starfsemi áfram eiga erfitt uppdráttar af því að traustið á gjaldmiðlinum vantaði. Hreggviður kallaði eftir því að ríkisstjórnin gæfi skýrari svör um framtíðarstefnu sína í peningamálum eftir að aðildarviðræðurnar við ESB voru stöðvaðar. Þeir sem bjuggust við að fá þau svör í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþinginu urðu fyrir vonbrigðum. Ráðherrann varði drjúgum hluta ræðu sinnar í kvartanir og skammir. Hann kvartaði sáran undan því að forystumenn atvinnulífsins gagnrýndu hann að ósekju og áttuðu sig ekki á að ólíkt síðustu ríkisstjórn væri þessi samherji þeirra og skildi þarfir atvinnulífsins. Hann kvartaði líka yfir því að menn hefðu misskilið hann þegar hann líkti erlendri fjárfestingu við erlenda lántöku; það hefði verið „tóm vitleysa“ – eins og svo mörg önnur gagnrýni á forsætisráðherrann. Svo skammaði hann forystumenn atvinnulífsins fyrir afstöðu þeirra í Icesave-málinu, verzlunina í landinu fyrir að gagnrýna landbúnaðarkerfið og Seðlabankann fyrir að gera greiningu á efnahagsáhrifum skuldaniðurfellinga ríkisstjórnarinnar. Sigmundi Davíð fannst vanta verulega upp á að atvinnulífið nálgaðist stjórnvöld með uppbyggilegum hætti. Annaðhvort ættu menn að vinna með stjórnvöldum eða stofna bloggsíðu, sagði hann. En vill ríkisstjórnin vinna með atvinnulífinu með uppbyggilegum hætti? Jú, svo allrar sanngirni sé gætt örlaði á slíkum tóni í ræðu ráðherrans. Hann sagði að stjórnin vildi einfalda regluverk, ýta undir bæði innlenda og erlenda fjárfestingu og leyfa lífeyrissjóðunum að taka þátt í áhættufjárfestingum í þágu nýsköpunar. Svörin um það hvert væri plan ríkisstjórnarinnar í peningamálum til lengri tíma komu hins vegar ekki. Og Sigmundi Davíð fannst fáránlegt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði aðildarviðræður við ESB, þegar hún væri þeim alfarið andvíg. Kannski er það jafnvitlaust og þegar forsvarsmenn atvinnulífsins ætluðust til þess af síðustu ríkisstjórn að hún greiddi götu frjálsra viðskipta – áttu þeir ekki að vita að hún var á móti svoleiðis? Boðskapur ráðherrans var í hnotskurn þessi: Við hlustum ekki á mikið af því sem þið segið, enda vitum við betur. En þið getið ekki verið svo vitlaus að skilja ekki að við erum með ykkur í liði. Þeir sem reka fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni hljóta að klappa duglega fyrir því.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun