„Von Trier er hættulegur“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 22:30 Mikið hefur verið gert úr markaðssetningu myndarinnar og hefur plakatið vakið talsverða athygli. Á því eru myndir af leikurum myndarinnar að fá fullnægingu. Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nymphomaniac: Part I, nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Lars von Trier, er frumsýnd á Íslandi á föstudag. Myndin er fyrri hluti síðustu myndarinnar í þríleik leikstjórans um þunglyndi en seinni hlutinn verður frumsýndur 14. mars. Kvikmyndin segir frá erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. Myndin þykir vera afar gróf og var ný tækni notuð til að taka upp grófustu kynlífsatriðin. Leikarar myndarinnar voru teknir upp þar sem þeir þóttust stunda kynlíf og svo voru sömu atriði tekin upp aftur þar sem um alvöru kynlíf var að ræða með klámmyndastjörnum. Andlit leikaranna voru síðan skeytt saman við líkama klámmyndaleikaranna. Myndin var tekin upp frá 28. ágúst til 9. nóvember árið 2012 í Þýskalandi og Belgíu. Búið er að búa til tvær útgáfur af báðum hlutum myndarinnar en önnur útgáfan er talsvert grófari en hin. Shia LaBeouf, einn af aðalleikurunum, segir myndina vera það sem hún er. „Myndin er það sem þú heldur að hún sé. Þetta er Lars von Trier að búa til mynd um viðfangsefni sitt. Það er til dæmis klausa í haus handritsins þar sem stendur að við ætlum að gera allt alvöru. Að allt sem sé ólöglegt verði blörrað. Von Trier er hættulegur. Hann hræðir mig. Og núna ætla ég bara að vinna þegar ég er skíthræddur,“ lét Shia hafa eftir sér í ágúst árið 2012. Auk Shia eru það Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgård, Uma Thurman og Christian Slater sem fara með aðalhlutverkin. Myndin er sýnd samtímis í Háskólabíói, Borgarbíói á Akureyri og á VOD-leigu Vodafone og á SkjáBíói. Nymphomaniac appetizer - Chapter 5: The Little Organ School from Zentropa on Vimeo.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira