Börnin á brúninni: Vistin gaf mér von Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 08:00 Aldís Ósk Egilsdóttir er í tveimur vinnum, er einstæð móðir og er þakklát á hverjum degi fyrir að hafa fengið annað tækifæri í lífinu. VÍSIR/GVA Aldís Ósk Egilsdóttir er 24 ára gömul og hefur verið edrú í rúm þrjú ár. Hún byrjaði í neyslu þrettán ára gömul, fór inn á Stuðla í kjölfarið og flakkaði síðan milli meðferðarúrræða Barnaverndarstofu til átján ára aldurs. „Eftir að ég varð átján ára kom ég mér í svo mikið rugl á einu ári að ég endaði í tíu mánaða fangelsi í London,“ segir Aldís. „Það má segja að ég hafi náð botninum þá og fékk loksins viljann og kraftinn til að verða edrú.“Starfsmenn verða að skilja fíkn Þegar Aldís var yngri hafði hún engan áhuga á að hætta neyslu. Dópið var spennandi, heimurinn í kringum það var hraður og á hverjum degi var stanslaust partí. „Engin meðferðarstofnun bjargar unglingi í neyslu sem vill ekki láta bjarga sér. Í dag sé ég þó að sum heimilin gerðu mér gott. Ég var alltaf mjög illa á mig komin þegar ég kom inn í meðferð. Ef ég hefði aldrei verið stoppuð af hefði ég líklega leiðst út í sprautur eða bara drepist. Þannig að ég er þakklát í dag.“ Aldís segir þó skipta miklu máli hvernig meðferðarheimilin eru rekin og að reynsla hennar af heimilunum sé afar misjöfn. „Það skiptir mestu máli að starfsfólkinu þyki vænt um mann, standi raunverulega ekki á sama. Einnig finnst mér mikilvægt að það hafi reynslu af alkóhólisma, helst af eigin raun, því þá hefur það miklu meiri skilning á fíkninni.“Viðbjóðslegt einelti Annað atriði sem Aldísi finnst mikilvægt er að reynt sé að kveikja áhuga á lífi án fíkniefna. „Þetta snýst um að finnast eitthvað annað skemmtilegt en að dópa. Við sem byrjum svona ung í neyslu kunnum ekkert annað. Í meðferðum mínum í Háholti og Mótorsmiðjunni var ég í hestamennsku, eins og ég hafði verið þegar ég var yngri. Ég fékk að skapa, fara í skóla, læra á bíl, fara á skíði, vera í líkamsrækt. Það er mjög mikilvægt að meðferðarheimilin hafi upp á slíka afþreyingu að bjóða.“ Aldís segir að þótt að hún hafi alltaf farið aftur í neyslu eftir meðferð á heimilinum, hafi vistin gefið einhverja von. „Það sem maður lærði og upplifði sat eftir í manni og gaf smá innsýn í edrúmennsku. Að það sé til líf eftir neyslu.“ Aldísi finnst undarlegt hve ólíkum börnum er hrúgað saman í meðferð á heimilunum. „Ég var að koma úr harðri fíkniefnaneyslu og svo var næsti maður mikið þroskaskertur. Þetta bauð upp á viðbjóðslegt einelti. Við þessi harðari létum ekki þessi veikari í friði, endalaus stríðni og ofbeldi, enda stundum ekkert annað við að vera. Ég get ekki ímyndað mér að þessir einstaklingar hafi farið vel út úr vistinni.“Vill hjálpa unglingum Jafnvel þótt Aldís hafi upplifað misjafna hluti á ferð sinni um meðferðarúrræði Barnaverndarstofu hefur hún trú á hlutverki þeirra. Hún segir það eina í stöðunni að kippa barni út úr aðstæðum þegar það er langt leitt í fíkn. „Ég hef enga trú á meðferð heima hjá barninu. Ef eitthvert lið hefði mætt heim til mín þegar ég var í neyslu þá hefði ég bara labbað út. Það eina sem virkaði var að taka mig út úr aðstæðum og ef það hefði ekki verið í sveit, hefði ég bara strokið. Í öllum heimferðarleyfum notaði ég dóp. Þegar fíknin kemur yfir mann gerir maður allt til að fá sér en það er hreinlega ekki hægt lengst uppi í sveit,“ segir Aldís. Hana langar að vinna með unglingum í vanda í framtíðinni. „Ég hef trú á að ef rétta manneskjan er í þessu starfi þá gerist góðir hlutir. Mig langar að láta gott af mér leiða.“Erna Björk Ingadóttir segir að taka eigi börn úr umferð.Fréttablaðið/VilhelmÞað þarf að loka börnin inniErna Björk Ingadóttir vissi að eitthvað væri að dóttur sinni frá því hún var á leikskólaaldri. Það var ekki fyrr en við 13 ára aldur að hún var greind með ADHD, mótþróaþrjóskuröskun og misþroska, sérstaklega í félagslegum samskiptum, sem veldur því að hún kann ekki að lesa í aðstæður. Dóttir hennar passaði aldrei inn í rammann. Henni gekk illa í skóla, átti ekki vini og kom sér ævinlega út á kant í daglegu lífi. Þegar hún byrjaði í neyslu 13 ára gömul var fjandinn fyrst laus. „Hegðunin hríðversnaði, hún varð ofbeldishneigð og með ofsaskap. Hún var ekki hæf til að vera í venjulegu umhverfi eða ganga í venjulegan skóla á þessum tímapunkti. Ég man að ég hugsaði strax hvort ekki væri hægt að fara með barnið á eyðieyju og setja hana í spennitreyju,“ segir Erna í léttum tón en bætir við að þótt hún geti talað um þetta svona núna þá hafi hún verið skelfingu lostin þegar hún stóð frammi fyrir vandanum fyrir fimm árum.Meðferðirnar henta ekki Flutningur á börnum á eyðieyjar gæti þó orðið flókinn. Hvað er raunhæfur kostur? „Að taka barnið úr umferð til lengri tíma, hafa það á sambýli og veita því einstaklingsmiðaða meðferð. Hreinlega loka barnið inni og stoppa neysluna.“ Erna segir barnaverndarkerfið klikka á þessum tveimur mikilvægu atriðum. Hún segir það á tæru að dóttir hennar sé fötluð enda sé skerðing hennar það mikil. Í þeim meðferðum sem hún hefur farið í hefur hún þó þurft að fylgja ákveðnum ferlum sem hún hefur enga burði til að fylgja. Meðferðirnar hafa verið enn einn ramminn sem hún passar ekki í. „Þannig að hún hefur hreinlega komið sér úr þessum meðferðum. Fyrsta meðferðin hennar varaði í sjö daga, og þegar hún var búin að strjúka níu sinnum, þá var gefist upp og hún send heim. Í annarri meðferð lenti hún í slagsmálum. Hún var send heim. Það þýðir ekki að hún sé heima, það þýðir að hún sé á götunni að dópa, umgangast alls konar lýð og eldri menn sem misnota hana. Þegar barn er í alvarlegasta meðferðarúrræði ríkisins, er þá í boði að senda það heim ef erfitt er að ráða við það?“Barnaverndarlög vernda ekki Samkvæmt barnaverndarlögum eru börn aðilar í málum sínum frá fimmtán ára aldri. Það þýðir að þau verði að samþykkja sjálf að fara í meðferð. Barnaverndarnefnd getur dæmt börn til vistunar en það er flókið og langt ferli. „Það þýðir að foreldrarnir, sem eiga að vernda barnið okkar til 18 ára aldurs, hafa engin völd. Lög þeirra eru sterkari en okkar en barnaverndarlög eiga varla að vernda rétt barnsins til að skaða sig og aðra, heldur einmitt gefa forsjáraðilum verkfæri til að bjarga barninu úr skaðlegum aðstæðum.“ Erna segir þá hugmyndafræði, að ekki eigi að loka börn inni því að það geti hamlað þroska þeirra og vexti, vera það vitlausasta sem hún hafi heyrt. „Ef dóttir mín væri búin að vera á lokuðu sambýli síðustu fimm ár í stað þess að vera á götunni að upplifa alls konar ógeð sem mun ávallt sitja í henni, þá væri hún búin að þroskast og vaxa á mun heilbrigðari hátt. Reynsla hennar síðustu fimm ár hefur skaðað hana verulega.“Eftir 18 ára Erna segir einnig erfitt að takast á við vanda barnanna eftir 18 ára aldur. Dóttir hennar er ekki með greiningu sem kemur henni inn á fötlunarsvið sveitarfélagsins og því passar hún ekki, enn einu sinni, í rammann. „Allir sem koma að máli hennar eru sammála um að hún eigi heima í vernduðu vinnuumhverfi og geti ekki búið ein. Ég veit í raun ekki hvað bíður dóttur minnar og hvernig framtíð hennar lítur út. En ég veit alla vega að baráttunni fyrir henni er langt frá því að vera lokið.“Stjúpsonur Örnu Sifjar Jónsdóttur byrjaði í neyslu 13 ára gamall.Fréttablaðið/GVAÞarf að fá úrræði fyrr Stjúpsonur Örnu Sifjar Jónsdóttur byrjaði í neyslu tólf ára gamall. Hann er nýorðinn átján ára og segir Arna hann vera búinn að fara marga hringi í kerfinu. „Hann var ungur greindur með ADHD, og seinna mótþróaþrjóskuröskun og áfallastreituröskun. Við náðum að halda vel utan um hann þar til hann kynntist dópinu,“ segir Arna. Arna telur víst að áfallastreituröskunin sé rót vandans. Þegar dópneyslan bættist við varð vandinn fljótt óviðráðanlegur. Um leið og Arna og maður hennar áttuðu sig á vanda drengsins leituðu þau til barnaverndar, en það tók langan tíma að fá aðstoð.Þurftum ekki uppeldisráð „Það var ekki hlustað á okkur. Það voru önnur börn í meiri vanda, byrjuð að sprauta sig og bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður. Af því að við vorum heilbrigð fjölskylda þá gátum við séð um þetta sjálf. Við vildum fá hann í meðferð strax en var boðin fjölkerfameðferð (MST) sem fer fram inni á heimilinu. Við þurftum ekki að læra að ala hann upp. Ástandið bauð ekki upp á að setja barninu mörk og búa til umbunarkerfi. Það þurfti að fjarlægja stjórnlaust barn úr skaðlegum aðstæðum.“ Þegar sonur Örnu var fimmtán ára gamall var hann kominn með þrjátíu mál hjá lögreglu. Málunum var safnað saman og hann þurfti ekki að taka afleiðingum gjörða sinna fyrr en rétt fyrir átján ára afmælið. Örnu finnst að kerfið ætti að bregðast strax við hverju broti og dæma börn til meðferðar.Kerfið á að passa skjálfskaðandi börn „Það þurfti að hjálpa honum með áfallastreituröskunina, hann þurfti lyfjagjöf og viðtöl hjá geðlækni, en það var ekki hægt nema hann héldi sér edrú í lengri tíma,“ segir Arna en sonur hennar hefur aldrei fengið geðræna meðferð og fíkniefnameðferð við hæfi. „Ég veit það gengur illa að hjálpa einhverjum sem vill ekki þiggja hjálp. En það þarf að loka kolvitlaust barn inni þar til það getur hlustað, skilið og er tilbúið að þiggja hjálpina. Barn á götunni í neyslu þiggur ekki slíka hjálp. Kerfið á að passa upp á sjálfskaðandi börn, hvort sem barnið vill það eða ekki.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Aldís Ósk Egilsdóttir er 24 ára gömul og hefur verið edrú í rúm þrjú ár. Hún byrjaði í neyslu þrettán ára gömul, fór inn á Stuðla í kjölfarið og flakkaði síðan milli meðferðarúrræða Barnaverndarstofu til átján ára aldurs. „Eftir að ég varð átján ára kom ég mér í svo mikið rugl á einu ári að ég endaði í tíu mánaða fangelsi í London,“ segir Aldís. „Það má segja að ég hafi náð botninum þá og fékk loksins viljann og kraftinn til að verða edrú.“Starfsmenn verða að skilja fíkn Þegar Aldís var yngri hafði hún engan áhuga á að hætta neyslu. Dópið var spennandi, heimurinn í kringum það var hraður og á hverjum degi var stanslaust partí. „Engin meðferðarstofnun bjargar unglingi í neyslu sem vill ekki láta bjarga sér. Í dag sé ég þó að sum heimilin gerðu mér gott. Ég var alltaf mjög illa á mig komin þegar ég kom inn í meðferð. Ef ég hefði aldrei verið stoppuð af hefði ég líklega leiðst út í sprautur eða bara drepist. Þannig að ég er þakklát í dag.“ Aldís segir þó skipta miklu máli hvernig meðferðarheimilin eru rekin og að reynsla hennar af heimilunum sé afar misjöfn. „Það skiptir mestu máli að starfsfólkinu þyki vænt um mann, standi raunverulega ekki á sama. Einnig finnst mér mikilvægt að það hafi reynslu af alkóhólisma, helst af eigin raun, því þá hefur það miklu meiri skilning á fíkninni.“Viðbjóðslegt einelti Annað atriði sem Aldísi finnst mikilvægt er að reynt sé að kveikja áhuga á lífi án fíkniefna. „Þetta snýst um að finnast eitthvað annað skemmtilegt en að dópa. Við sem byrjum svona ung í neyslu kunnum ekkert annað. Í meðferðum mínum í Háholti og Mótorsmiðjunni var ég í hestamennsku, eins og ég hafði verið þegar ég var yngri. Ég fékk að skapa, fara í skóla, læra á bíl, fara á skíði, vera í líkamsrækt. Það er mjög mikilvægt að meðferðarheimilin hafi upp á slíka afþreyingu að bjóða.“ Aldís segir að þótt að hún hafi alltaf farið aftur í neyslu eftir meðferð á heimilinum, hafi vistin gefið einhverja von. „Það sem maður lærði og upplifði sat eftir í manni og gaf smá innsýn í edrúmennsku. Að það sé til líf eftir neyslu.“ Aldísi finnst undarlegt hve ólíkum börnum er hrúgað saman í meðferð á heimilunum. „Ég var að koma úr harðri fíkniefnaneyslu og svo var næsti maður mikið þroskaskertur. Þetta bauð upp á viðbjóðslegt einelti. Við þessi harðari létum ekki þessi veikari í friði, endalaus stríðni og ofbeldi, enda stundum ekkert annað við að vera. Ég get ekki ímyndað mér að þessir einstaklingar hafi farið vel út úr vistinni.“Vill hjálpa unglingum Jafnvel þótt Aldís hafi upplifað misjafna hluti á ferð sinni um meðferðarúrræði Barnaverndarstofu hefur hún trú á hlutverki þeirra. Hún segir það eina í stöðunni að kippa barni út úr aðstæðum þegar það er langt leitt í fíkn. „Ég hef enga trú á meðferð heima hjá barninu. Ef eitthvert lið hefði mætt heim til mín þegar ég var í neyslu þá hefði ég bara labbað út. Það eina sem virkaði var að taka mig út úr aðstæðum og ef það hefði ekki verið í sveit, hefði ég bara strokið. Í öllum heimferðarleyfum notaði ég dóp. Þegar fíknin kemur yfir mann gerir maður allt til að fá sér en það er hreinlega ekki hægt lengst uppi í sveit,“ segir Aldís. Hana langar að vinna með unglingum í vanda í framtíðinni. „Ég hef trú á að ef rétta manneskjan er í þessu starfi þá gerist góðir hlutir. Mig langar að láta gott af mér leiða.“Erna Björk Ingadóttir segir að taka eigi börn úr umferð.Fréttablaðið/VilhelmÞað þarf að loka börnin inniErna Björk Ingadóttir vissi að eitthvað væri að dóttur sinni frá því hún var á leikskólaaldri. Það var ekki fyrr en við 13 ára aldur að hún var greind með ADHD, mótþróaþrjóskuröskun og misþroska, sérstaklega í félagslegum samskiptum, sem veldur því að hún kann ekki að lesa í aðstæður. Dóttir hennar passaði aldrei inn í rammann. Henni gekk illa í skóla, átti ekki vini og kom sér ævinlega út á kant í daglegu lífi. Þegar hún byrjaði í neyslu 13 ára gömul var fjandinn fyrst laus. „Hegðunin hríðversnaði, hún varð ofbeldishneigð og með ofsaskap. Hún var ekki hæf til að vera í venjulegu umhverfi eða ganga í venjulegan skóla á þessum tímapunkti. Ég man að ég hugsaði strax hvort ekki væri hægt að fara með barnið á eyðieyju og setja hana í spennitreyju,“ segir Erna í léttum tón en bætir við að þótt hún geti talað um þetta svona núna þá hafi hún verið skelfingu lostin þegar hún stóð frammi fyrir vandanum fyrir fimm árum.Meðferðirnar henta ekki Flutningur á börnum á eyðieyjar gæti þó orðið flókinn. Hvað er raunhæfur kostur? „Að taka barnið úr umferð til lengri tíma, hafa það á sambýli og veita því einstaklingsmiðaða meðferð. Hreinlega loka barnið inni og stoppa neysluna.“ Erna segir barnaverndarkerfið klikka á þessum tveimur mikilvægu atriðum. Hún segir það á tæru að dóttir hennar sé fötluð enda sé skerðing hennar það mikil. Í þeim meðferðum sem hún hefur farið í hefur hún þó þurft að fylgja ákveðnum ferlum sem hún hefur enga burði til að fylgja. Meðferðirnar hafa verið enn einn ramminn sem hún passar ekki í. „Þannig að hún hefur hreinlega komið sér úr þessum meðferðum. Fyrsta meðferðin hennar varaði í sjö daga, og þegar hún var búin að strjúka níu sinnum, þá var gefist upp og hún send heim. Í annarri meðferð lenti hún í slagsmálum. Hún var send heim. Það þýðir ekki að hún sé heima, það þýðir að hún sé á götunni að dópa, umgangast alls konar lýð og eldri menn sem misnota hana. Þegar barn er í alvarlegasta meðferðarúrræði ríkisins, er þá í boði að senda það heim ef erfitt er að ráða við það?“Barnaverndarlög vernda ekki Samkvæmt barnaverndarlögum eru börn aðilar í málum sínum frá fimmtán ára aldri. Það þýðir að þau verði að samþykkja sjálf að fara í meðferð. Barnaverndarnefnd getur dæmt börn til vistunar en það er flókið og langt ferli. „Það þýðir að foreldrarnir, sem eiga að vernda barnið okkar til 18 ára aldurs, hafa engin völd. Lög þeirra eru sterkari en okkar en barnaverndarlög eiga varla að vernda rétt barnsins til að skaða sig og aðra, heldur einmitt gefa forsjáraðilum verkfæri til að bjarga barninu úr skaðlegum aðstæðum.“ Erna segir þá hugmyndafræði, að ekki eigi að loka börn inni því að það geti hamlað þroska þeirra og vexti, vera það vitlausasta sem hún hafi heyrt. „Ef dóttir mín væri búin að vera á lokuðu sambýli síðustu fimm ár í stað þess að vera á götunni að upplifa alls konar ógeð sem mun ávallt sitja í henni, þá væri hún búin að þroskast og vaxa á mun heilbrigðari hátt. Reynsla hennar síðustu fimm ár hefur skaðað hana verulega.“Eftir 18 ára Erna segir einnig erfitt að takast á við vanda barnanna eftir 18 ára aldur. Dóttir hennar er ekki með greiningu sem kemur henni inn á fötlunarsvið sveitarfélagsins og því passar hún ekki, enn einu sinni, í rammann. „Allir sem koma að máli hennar eru sammála um að hún eigi heima í vernduðu vinnuumhverfi og geti ekki búið ein. Ég veit í raun ekki hvað bíður dóttur minnar og hvernig framtíð hennar lítur út. En ég veit alla vega að baráttunni fyrir henni er langt frá því að vera lokið.“Stjúpsonur Örnu Sifjar Jónsdóttur byrjaði í neyslu 13 ára gamall.Fréttablaðið/GVAÞarf að fá úrræði fyrr Stjúpsonur Örnu Sifjar Jónsdóttur byrjaði í neyslu tólf ára gamall. Hann er nýorðinn átján ára og segir Arna hann vera búinn að fara marga hringi í kerfinu. „Hann var ungur greindur með ADHD, og seinna mótþróaþrjóskuröskun og áfallastreituröskun. Við náðum að halda vel utan um hann þar til hann kynntist dópinu,“ segir Arna. Arna telur víst að áfallastreituröskunin sé rót vandans. Þegar dópneyslan bættist við varð vandinn fljótt óviðráðanlegur. Um leið og Arna og maður hennar áttuðu sig á vanda drengsins leituðu þau til barnaverndar, en það tók langan tíma að fá aðstoð.Þurftum ekki uppeldisráð „Það var ekki hlustað á okkur. Það voru önnur börn í meiri vanda, byrjuð að sprauta sig og bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður. Af því að við vorum heilbrigð fjölskylda þá gátum við séð um þetta sjálf. Við vildum fá hann í meðferð strax en var boðin fjölkerfameðferð (MST) sem fer fram inni á heimilinu. Við þurftum ekki að læra að ala hann upp. Ástandið bauð ekki upp á að setja barninu mörk og búa til umbunarkerfi. Það þurfti að fjarlægja stjórnlaust barn úr skaðlegum aðstæðum.“ Þegar sonur Örnu var fimmtán ára gamall var hann kominn með þrjátíu mál hjá lögreglu. Málunum var safnað saman og hann þurfti ekki að taka afleiðingum gjörða sinna fyrr en rétt fyrir átján ára afmælið. Örnu finnst að kerfið ætti að bregðast strax við hverju broti og dæma börn til meðferðar.Kerfið á að passa skjálfskaðandi börn „Það þurfti að hjálpa honum með áfallastreituröskunina, hann þurfti lyfjagjöf og viðtöl hjá geðlækni, en það var ekki hægt nema hann héldi sér edrú í lengri tíma,“ segir Arna en sonur hennar hefur aldrei fengið geðræna meðferð og fíkniefnameðferð við hæfi. „Ég veit það gengur illa að hjálpa einhverjum sem vill ekki þiggja hjálp. En það þarf að loka kolvitlaust barn inni þar til það getur hlustað, skilið og er tilbúið að þiggja hjálpina. Barn á götunni í neyslu þiggur ekki slíka hjálp. Kerfið á að passa upp á sjálfskaðandi börn, hvort sem barnið vill það eða ekki.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Hópur barna sem flakka á milli meðferðarúrræða á unglingsárum er í hættu á að þróa með sér alvarlegri vanda á fullorðinsárum. 13. febrúar 2014 07:00