Sú yngsta er pollróleg fyrir frumraun á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Helga María keppir í dag. Mynd/Aðsend „Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Sjá meira
„Líðanin er bara góð og það fer vel um okkur hérna í ólympíuþorpinu,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir, yngsti ólympíufari Íslendinga í Sotsjí, við Fréttablaðið en hún ríður á vaðið í dag fyrst af fjórum íslenskum keppendum í alpagreinum. Helga, sem er aðeins 18 ára gömul, keppir í þremur greinum á leikunum en hún byrjar í risasvigi á morgun. Hún tekur síðar þátt í stórsvigi, hennar bestu grein, og einnig svigi. Bara eitt mót undir belti Helga María hefur æft stíft í vetur en hún býr í bænum Noregi og keppir mest þar í landi. Einnig keppti hún í Austurríki í janúar en undirbúningur hennar hefur gengið vel. „Mig langar að geta framkvæmt það í brautinni sem ég hef verið að gera á æfingum. Ég vil geta nýtt mér þessa tækni sem ég er búin að vera að æfa,“ segir Helga María sem er hóflega bjartsýn fyrir risasvigið í dag. „Mig langar alltaf að vera í topp 40 en það er erfitt að setja sér einhver þannig markmið því maður veit aldrei hversu löng brautin verður. Ég hef líka bara keppt á einu risasvigsmóti í vetur og þar komst ég ekki niður þannig að ég er að horfa meira á stórsvigið,“ segir Helga María.Keppir í öllu á HM Helga María var ekki viðstödd setningarhátíðina á sínum fyrstu ólympíuleikum þar sem hún valdi frekar að æfa sig enn frekar heima í Noregi. Hún viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Algjörlega. Það var mjög erfitt val. Við vorum að æfa hraðagreinarnar og það er eitthvað sem er ekki alltaf hægt þannig að ég taldi betra að nýta það,“ segir Helga. Æfingarnar nýtast henni líka eftir ólympíuleikana þegar hún fer á heimsmeistaramót unglinga. „Þetta var undirbúningur fyrir HM. Þar ætla ég að keppa í öllum greinum. Það mót er bara strax eftir Ól,“ segir Helga María.Jarðbundin manneskja Ólympíuförunum hefur gefist smá tími til að skoða sig um í Sotsjí og hafa þau haft gaman af. „Við erum búin að skoða allt held ég. Ólympíuleikarnir eru öðruvísi en allt annað sem maður hefur tekið þátt í,“ segir Helga María en hvernig heldur hún að taugarnar verði, standandi við hliðið í sinni fyrstu grein á fyrstu leikunum? „Ég hugsa þær verði nú bara í lagi. Ég er mjög jarðbundin manneskja og nokkuð róleg yfir þessu öllu saman,“ segir Helga María að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Sjá meira