Fjórða myndin á heimavelli Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 08:30 Bruce Dern þykir afar góður sem gamalmennið Woody. Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt. Golden Globes Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt.
Golden Globes Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira