Túrtsjínov tekur við til bráðabirgða Freyr Bjarnason skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Oleksandr Túrtsjínov, til hægri, er orðinn bráðabirgðaforseti Úkraínu. vísir/AFP Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Úkraína Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Oleksandr Túrtsjínov hefur tekið við sem bráðabirgðaforseti Úkraínu eftir að forsetinn Viktor Janúkovítsj hrökklaðist úr embætti. Úkraínska löggjafarþinginu hefur verið falið að mynda þjóðstjórn í landinu og Túrtsjínov, forseta þingsins, falið forsetavald þar til gengið verður til kosninga í lok maí á þessu ári. Túrtsjínov sagði úkraínskum þingmönnum í gær að þeir hefðu tíma til þriðjudags til að mynda nýja ríkisstjórn. Júlía Tímosjenko, sem var látin laus úr fangelsi á laugardag, hefur útilokað að taka við embætti forsætisráðherra á nýjan leik. Ekki hefur fengist staðfest hvar Janúkovitsj er staddur eftir að hann yfirgaf höfuðborgina og hélt til annarra bækistöðva sinna í austurhluta Úkraínu. Hann telur að ákvarðanir þingsins undanfarna daga hafi verið ólöglegar. Aðstoðarmaður forsetans sagði við AP-fréttastofuna að hann ætli að halda áfram að sinna forsetaskyldum sínum. Úkraínu er skipt í tvo hluta sem deila hart. Annars vegar austurhluta Úkraínu þar sem íbúar eru að mestu fylgjandi rússneskum áhrifum og hins vegar vesturhluta þar sem íbúar hafa mikla andúð á Janúkovitsj og vilja samstarf við Evrópusambandið. Susan Rice, öryggisráðgjafi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði í viðtali á NBC að Rússar myndu gera mikil mistök ef þeir beittu hervaldi í Úkraínu. Hún bætti við að á næstu vikum myndu Bandaríkin, í samstarfi við Evrópuríki og alþjóðlegar stofnanir, veita Úkraínu sameiginlega fjárhagsaðstoð. Fjármálaráðherra Rússlands hvatti Úkraínu í gær til að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Úkraína Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira