Öfgar og ofríki segja mótmælendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Rafn Baldursson. Fréttablaðið/Pjetur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir. ESB-málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir.
ESB-málið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira