Leikur fjórburamömmu
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jamie Lee Curtis er búin að landa hlutverki í nýju læknadrama á CBS. Í þáttunum mun hún leika Caroline, lækni sem á fullorðna fjórbura.
Síðasta sjónvarpshlutverk Jamie var í þáttunum New Girl þar sem hún lék móður leikkonunnar Zooey Deschanel.
Jamie er hvað þekktust fyrir að leika í kvikmyndum á borð við Halloween, True Lies og A Fish Called Wanda.