Fín lína milli húmors og alvöru Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 09:30 Verkefnið sem herdeildin fær er ekki auðvelt að leysa. Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin The Monuments Men verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á sannri sögu Roberts M. Edsel um stórfenglegustu fjársjóðsleit sögunnar. Í seinni heimsstyrjöldinni var heil herdeild send ásamt listaverkasérfræðingum til Þýskalands með það verkefni að bjarga listaverkum úr klóm nasista og koma þeim í réttar hendur. Frá upphafi bendir allt til þess að verkefnið sé dauðadæmt; listaverkin á óvinagrundu og þýska hernum var skipað að eyða öllu ef Þýskaland tapaði stríðinu. Þessir hermenn ásamt sjö safnstjórum, safnvörðum og sérfræðingum um listasögu, sem allir kannast betur við Michelangelo en M-1-riffla, eiga að ljúka þessu áhættusama verki. Hermennirnir og fyrrnefndir félagar þeirra úr listageiranum hætta lífi og limum til þess að vernda og bjarga mikilvægustu og dýrmætustu listaverkum mannkynssögunnar. Tökur á myndinni hófust í byrjun mars í fyrra í Potsdam í Þýskalandi og lauk í Rye í Austur-Sussex í Bretlandi í lok júní. Þúsundir aukaleikara komu að myndinni þar sem hernaðarsenurnar eru ansi umfangsmiklar. Upphaflega átti að frumsýna myndina 18. desember í fyrra en frumsýningunni var seinkað. Ástæðan var að eftirvinnslan dróst því erfitt var að finna jafnvægi milli húmors og þess alvarlega máls sem fjallað er um.George Clooney leikstýrir myndinni en hann er einnig í einu aðalhlutverkanna. Með sér í lið fær hann sannkallað stórskotalið Hollywood-leikara en í öðrum hlutverkum eru Matt Damon, Bill Murray, John Goodman, Jean Dujardin, Bob Balaban, Hugh Bonneville og Cate Blanchett.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp