Útvötnuð kærunefnd Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar