Einfarinn sem öllum fannst þeir þekkja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:00 "Við setjum oft hugsanir okkar og tilfinningar í sýniglugga en erum um leið kannski að verða meira og meira einmana.“ Vísir/GVA Söngur hrafnanna er leikrit en þó fyrst og fremst hljóðverk um Davíð Stefánsson og samferðamenn hans,“ segir leikskáldið Árni Kristjánsson spurður um efni Söngs hrafnanna. „Verkið er ekki sagnfræðilegt og alls ekki hugsað til að fræða fólk um ævi Davíðs, heldur manneskjuleg og listræn nálgun að því hvaða mann hann hafði að geyma.“ Sögutíminn er ein heimsókn stuttu eftir að Davíð hefur lokið skrifum á Gullna hliðinu og fær þá Pál Ísólfsson og Árna Kristjánsson í heimsókn. „Hann býður þessum vinum sínum heim til þess að hlusta á einkaflutning á leikritinu og les það allt fyrir þá,“ segir Árni. „Árni Kristjánsson, alnafni minn en ekkert skyldur mér, lýsir þessari stund í minningabók um skáldið frá Fagraskógi, sem afi minn gaf reyndar út á sínum tíma.“ Spurður hvað hafi kveikt áhuga hans á að fjalla um Davíð Stefánsson segir Árni það hafa verið ljóðin hans. „Frá því ég las ljóð eftir Davíð í fyrsta sinn hreifst ég af einlægninni í þeim og því leikræna gildi sem í þeim má finna. Það eru svo skýrar sviðsetningar í ljóðunum hans og það sem gerði hann að eins stóru nafni og hann varð var flutningur hans sjálfs á þeim. Fyrir þá sem ekki vita mikið um Davíð má bæta því við að allur hans ferill er ofinn saman við sjálfstæðisvitund Íslendinga. Ég held að ein meginástæðan fyrir því sé að nálgun hans á það að vera manneskja sló einhvern sameiginlegan tón sem fólk þekkti og gat samsamað sig við.“ Annað sem Árni segir hafa vakið forvitni sína þegar hann fór að skoða feril Davíðs er ósamræmið á milli mannsins og skáldsins. „Hann var einfari í eðli sínu og átti það til að loka sig af en hellti út öllum sínum tilfinningum í ljóðunum þannig að fólki fannst það þekkja hann persónulega þótt það hefði aldrei hitt hann. Mér finnst það mjög áhugavert og spegla nútímann vel. Við setjum oft hugsanir okkar og tilfinningar í sýniglugga en erum um leið kannski að verða meira og meira aðskilin.“ Það er Ólafur Darri Ólafsson sem fer með hlutverk Davíðs og Árni segir það vel við hæfi. „Mér finnst passa mjög vel að leikari sem nýbúinn er að kynna sér hlutverk Hamlets stígi inn í hlutverk Davíðs því eins og leikritið er skrifað eiga þeir ýmislegt sameiginlegt.“ Aðrir leikarar í verkinu eru Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, María Pálsdóttir og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. Um hljóðvinnslu sér Einar Sigurðsson en Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, leikstýrir. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðar leikstýrir hjá Útvarpsleikhúsinu síðan hann tók við stjórn þess og Árni segir það hafa verið ómetanlega reynslu að fá að vinna með honum. Söngur hrafnanna verður frumfluttur sem hljóðverk í Davíðshúsi á morgun, 1. mars, en þá er 50 ár liðin frá láti Davíðs. Það verður síðan frumflutt á Rás 1 sem páskaleikrit útvarpsins á páskadag. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Söngur hrafnanna er leikrit en þó fyrst og fremst hljóðverk um Davíð Stefánsson og samferðamenn hans,“ segir leikskáldið Árni Kristjánsson spurður um efni Söngs hrafnanna. „Verkið er ekki sagnfræðilegt og alls ekki hugsað til að fræða fólk um ævi Davíðs, heldur manneskjuleg og listræn nálgun að því hvaða mann hann hafði að geyma.“ Sögutíminn er ein heimsókn stuttu eftir að Davíð hefur lokið skrifum á Gullna hliðinu og fær þá Pál Ísólfsson og Árna Kristjánsson í heimsókn. „Hann býður þessum vinum sínum heim til þess að hlusta á einkaflutning á leikritinu og les það allt fyrir þá,“ segir Árni. „Árni Kristjánsson, alnafni minn en ekkert skyldur mér, lýsir þessari stund í minningabók um skáldið frá Fagraskógi, sem afi minn gaf reyndar út á sínum tíma.“ Spurður hvað hafi kveikt áhuga hans á að fjalla um Davíð Stefánsson segir Árni það hafa verið ljóðin hans. „Frá því ég las ljóð eftir Davíð í fyrsta sinn hreifst ég af einlægninni í þeim og því leikræna gildi sem í þeim má finna. Það eru svo skýrar sviðsetningar í ljóðunum hans og það sem gerði hann að eins stóru nafni og hann varð var flutningur hans sjálfs á þeim. Fyrir þá sem ekki vita mikið um Davíð má bæta því við að allur hans ferill er ofinn saman við sjálfstæðisvitund Íslendinga. Ég held að ein meginástæðan fyrir því sé að nálgun hans á það að vera manneskja sló einhvern sameiginlegan tón sem fólk þekkti og gat samsamað sig við.“ Annað sem Árni segir hafa vakið forvitni sína þegar hann fór að skoða feril Davíðs er ósamræmið á milli mannsins og skáldsins. „Hann var einfari í eðli sínu og átti það til að loka sig af en hellti út öllum sínum tilfinningum í ljóðunum þannig að fólki fannst það þekkja hann persónulega þótt það hefði aldrei hitt hann. Mér finnst það mjög áhugavert og spegla nútímann vel. Við setjum oft hugsanir okkar og tilfinningar í sýniglugga en erum um leið kannski að verða meira og meira aðskilin.“ Það er Ólafur Darri Ólafsson sem fer með hlutverk Davíðs og Árni segir það vel við hæfi. „Mér finnst passa mjög vel að leikari sem nýbúinn er að kynna sér hlutverk Hamlets stígi inn í hlutverk Davíðs því eins og leikritið er skrifað eiga þeir ýmislegt sameiginlegt.“ Aðrir leikarar í verkinu eru Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, María Pálsdóttir og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. Um hljóðvinnslu sér Einar Sigurðsson en Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, leikstýrir. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðar leikstýrir hjá Útvarpsleikhúsinu síðan hann tók við stjórn þess og Árni segir það hafa verið ómetanlega reynslu að fá að vinna með honum. Söngur hrafnanna verður frumfluttur sem hljóðverk í Davíðshúsi á morgun, 1. mars, en þá er 50 ár liðin frá láti Davíðs. Það verður síðan frumflutt á Rás 1 sem páskaleikrit útvarpsins á páskadag.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira