Langt í metfjölda undirskrifta Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar árið 2004. Þá vísaði hann til þess að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar og byggði það mat sitt á þeim tæplega 32 þúsund undirskriftum sem honum höfðu verið afhentar. Fréttablaðið/GVA Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fjöldi þeirra sem skrifað hafa undir áskorun til Alþingis um að hætta við að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið nálgast nú fjóra tugi þúsunda. Undirskriftir hafa safnast hratt, en söfnunin hefur aðeins verið í gangi frá því síðastliðið sunnudagskvöld. Fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir áskorunina á vefnum thjod.is er orðinn svipaður og sá fjöldi sem skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að synja öðrum Icesave-samningnum staðfestingar, en um 38 þúsund settu nafn sitt á þann lista. Fjöldinn er samt talsvert undir þeim mikla fjölda sem skrifaði undir áskorun til forseta vegna fyrri Icesave-samningsins, þegar rúmlega 56 þúsund skrifuðu undir. Stærsta undirskriftasöfnunin hér á landi fór fram á síðasta ári. Þá skoruðu nærri 70 þúsund á Reykjavíkurborg að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsmýrinni. Sextán stórar undirskriftasafnanir hafa farið fram hér á landi frá því Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1944. Safnanirnar voru fáar þar til fór að líða á 21. öldina, en hafa verið tíðar síðustu árin. Áhrif þeirra virðast upp og ofan. Stundum hlusta ráðamenn á þá sem setja nafn sitt á blað og stundum ekki, og ræður þá ekki alltaf fjöldi undirskrifta. Undirskriftasöfnun getur vissulega haft áhrif. Þegar tæplega 32 þúsund skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar gerði hann það. Hann vísaði meðal annars til þess að undirskriftirnar sýndu að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Ekki varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem ríkisstjórnin dró lögin til baka áður en til þess kom. Að sama skapi varð forsetinn við áskorunum vegna Icesave í tvígang og vísaði samningum við Breta og Hollendinga vegna málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir voru snarlega felldir.Gunnar Helgi KristinssonFjöldinn skiptir ekki öllu Fjöldi undirskrifta er þó greinilega ekki það eina sem forsetinn og aðrir sem taka við slíkum undirskriftum hafa í huga. Tæplega 35 þúsund skoruðu á hann að synja lögum um lækkun veiðigjalda staðfestingar í fyrra. Forsetinn varð ekki við þeirri ósk. Þetta sýnir að áhrif undirskriftasafnana eru háð geðþóttavaldi stjórnvalda, segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Stjórnvöld á landsvísu eru ekki bundin af undirskriftasöfnunum, sama hversu hátt hlutfall kosningabærra manna skrifar undir. Engin leið er til að knýja fram neinar afleiðingar kjósi stjórnvöld að ganga gegn vilja þeirra sem skrifa undir. Gunnar bendir á að til sé rammi í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20 prósent atkvæðisbærra íbúa geti kallað fram almenna atkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu um tiltekið mál. Gunnar segist sjálfur hallast að því að aðrar aðferðir séu heppilegri en undirskriftasöfnun til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu. Til dæmis mætti hugsa sér að ákveðinn minnihluti þingmanna gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá landsins, sem ekki urðu að veruleika, var ákvæði um málskot til þjóðarinnar. Þar var gert ráð fyrir því að tíu prósent kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefði samþykkt. Í dag eru rúmlega 240 þúsund Íslendingar 18 ára og eldri, og því hefði þurft rúmlega 24 þúsund undirskriftir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt þessu ákvæði.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira