Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Brjánn Jónsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Mannfjöldi í miðbænum. Minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna myndi greiða atkvæði með áframhaldandi viðræðum við ESB en meirihluti stuðningsmanna annarra flokka. Fréttablaðið/Vilhelm Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira