Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Brjánn Jónsson skrifar 1. mars 2014 00:01 Mannfjöldi í miðbænum. Minnihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna myndi greiða atkvæði með áframhaldandi viðræðum við ESB en meirihluti stuðningsmanna annarra flokka. Fréttablaðið/Vilhelm Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. ESB-málið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og myndu greiða atkvæði í samræmi við það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald málsins. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls myndi 64,1 prósent landsmanna styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að aðildarviðræðum verði lokið. Rúmur þriðjungur, 35,9 prósent, myndi greiða því atkvæði sitt að viðræðum verði slitið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningsmenn stjórnarflokkanna skera sig verulega frá öðrum landsmönnum.Þannig myndu 25 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins greiða því atkvæði að halda viðræðunum áfram, en 75 prósent myndu greiða viðræðuslitum atkvæði. Nærri fjórir af hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokksins, 39,2 prósent, myndu greiða áframhaldandi aðildarviðræðum atkvæði. Um 60,8 prósent myndu greiða því atkvæði að slíta viðræðunum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka myndi greiða atkvæði með því að ljúka aðildarviðræðum við ESB. Harðastir í afstöðu sinni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar. Af þeim vilja 94,7 prósent ljúka viðræðunum, en 5,3 prósent slíta þeim. Hlutföllin eru svipuð hjá kjósendum Bjartrar framtíðar, 88,2 prósent myndu greiða áframhaldandi viðræðum atkvæði en 11,8 prósent vilja slíta viðræðunum. Munurinn er minni meðal kjósenda Pírata, en 75 prósent þeirra vilja ljúka viðræðunum og 25 prósent slíta þeim. Tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Vinstri grænna, 65,1 prósent, myndu greiða því atkvæði að ljúka viðræðunum, en 34,9 prósent myndu kjósa viðræðuslit. Ekki reyndist marktækur munur á kynjum eða aldri í könnuninni.Helmingur þjóðarinnar andvígur aðild að ESB Helmingur landsmanna er því andvígur að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls eru 50 prósent þjóðarinnar mjög eða frekar andvíg inngöngu Íslands í ESB. Um 26,8 prósent vilja ganga í ESB, og 23,2 prósent segjast hlutlaus. Séu niðurstöður könnunarinnar reiknaðar eingöngu út frá þeim sem tóku afstöðu með eða á móti aðild og þeim sem sögðust hlutlausir sleppt voru um 65 prósent þátttakenda andvíg aðild en 35 prósent vildu að Ísland gengi í ESB. Afar lítil breyting hefur orðið á afstöðu landsmanna frá því síðast var spurt um aðild að Evrópusambandinu í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Alls tóku 81,5 prósent afstöðu til spurningarinnar.Aðferðafræðin Hringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Fjallað var um niðurstöðuna úr þeirri spurningu í Fréttablaðinu í gær. Í kjölfarið var spurt: Ef atkvæðagreiðslan yrði haldin, hvernig myndir þú kjósa? Alls tóku 81,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
ESB-málið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira