Patrekur: Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson og Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 3. mars 2014 07:00 Patrekur Jóhannesson sést hér með Petr Baumruk eftir úrslitaleikinn í Höllinni á Laugardaginn. Baumruk vann marga titla með Haukum. Vísir/Daníel „Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR. Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Það gekk vel sem leikmaður með KA og Stjörnunni. Náði að vinna fjórum sinnum, tvisvar með hvoru félagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka sem tók um helgina þátt í sínum fimmta bikarúrslitaleik á Íslandi, þeim fyrsta sem þjálfari og fagnaði sigri líkt og í hin fjögur skiptin.Sváfu lítið fyrir úrslitaleikinn „Við sváfum lítið. Ég fékk leikinn seint en náði að klippa hann allan og fara í gegnum hann. Það eina sem ég hafði áhyggjur af var að ég tók extra langan vídeófund en tók reyndar matarpásu á milli,“ sagði Patrekur en Haukar léku til undanúrslita klukkan 20 á föstudagskvöld og til úrslita klukkan 16 á laugardag. Haukur unnu ÍR 22-21 í æsispennandi leik en Patrekur sagði sigurtilfinninguna vera líka. „Hvort maður vinnur á parketi eða dúk, það skiptir ekki máli. Bikarinn er sá sami. Tilfinningin er svipuð en sem þjálfari þá er undirbúningurinn hundrað sinnum erfiðari. Sem leikmaður ertu bara að hugsa um sjálfan þig en sem þjálfari þarftu að hugsa um allan pakkann. „Að vera leikmaður er grín miðað við að vera þjálfari,“ sagði Patrekur léttur og bikarúrslitahelgin tók á. „Þetta var ekki auðvelt. FH gaf allt í þetta eins og við og sóknarleikurinn var betri en í úrslitaleiknum. Í úrslitunum var þetta barátta upp á líf og dauða. ÍR gaf allt í þetta,“ sagði Patrekur og bætti við: „Ég ákvað strax að tækla þetta jákvætt. Hvað græði ég á því að væla yfir fyrirkomulagi sem ég kem ekki nálægt? Ég er ekki í mótanefnd. ÍR spilaði fyrri leikinn en við getum ekki leikið samtímis og gert það í tveimur höllum. Þetta var skemmtilegur pakki,“ sagði Patrekur sáttur.Sjö sigrar í átta úrslitaleikjum Haukarnir hafa nú unnið bikarinn þrisvar sinnum frá árinu 2010 og alls sjö af átta bikarúrslitaleikjum sínum í sögunni. Eina tap karlaliðs Hauka í bikarúrslitaleik var einmitt í eina skiptið sem Haukar þurftu að mæta Patreki í Höllinni. Patrekur fór nefnilega fyrir Stjörnunni í 24-20 sigri á Haukum árið 2006. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að þegar hinir sigursælu Haukar og Patrekur Jóhannesson taka höndum saman sé bikarinn enn á ný kominn upp á Ásvelli.Þriðja sinn frá 2010 Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyftir bikarnum við fögnuð félaga sinna. Fréttablaðið/DaníelPatrekur Jóhannesson í bikarúrslitum í Höllinni:4. febrúar 1995 - Bikarmeistari Skorar 11 mörk í 27-26 sigri KA á Val.10. febrúar 1996-Bikarmeistari Skorar 2 mörk í 21-18 sigri KA á Víkingi.25. febrúar 2006-Bikarmeistari Skorar 4 mörk í 24-20 sigri Stjörnunnar á Haukum.10. mars 2007-Bikarmeistari Skorar 1 mark og tekur við bikarnum eftir 27-17 sigur Stjörnunnar á Fram.1. mars 2014-Bikarmeistari Stýrir Haukaliðinu til 22-21 sigurs á ÍR.
Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira