ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Óli Kristján Ármannsson og Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2014 07:00 Í Kænugarði þar sem mótmælin beinast að þessu sinni gegn Rússum. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi. Úkraína Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. Georg Streiter, talsmaður stjórnvalda í Þýskalandi, upplýsti að tillagan hefði verið lögð fram í símtali Merkel og Pútíns í gær. Í því sakaði Merkel Pútín um að brjóta alþjóðalög með „óásættanlegu inngripi Rússa á Krímskaga“. Angela MerkelEitt helsta verkefni vinnuhópsins, sem Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands, kynnti í gær og í eiga að sitja fulltrúar átta helstu iðnríkjanna (G8), er að koma af stað viðræðum milli Rússlands og Úkraínu. „Þegar allt kemur til alls, þarf niðurstaðan að verða sú að rússneskir hermenn snúi aftur í skála sína,“ sagði Steinmeier. Hann nefndi ekki mögulegar refsiaðgerðir en áréttaði að deildar meiningar væru um framtíð Rússlands innan G8. Staðan í samskiptum ríkjanna er mjög eldfim. Þannig lýsti í gær nýskipaður aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, Denis Beresovskí, yfir stuðningi við Krímskaga og Sergeí Akíjonov, leiðtoga svæðisins, sem hliðhollur er Rússum. Beresovskí gaf út tilkynningu um að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Hann hefur í kjölfarið verið kærður fyrir landráð. Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu til að bregðast við aðgerðum Rússa á Krímskaga.Vladímír PútínRússneskt herlið hóf um helgina að hreiðra um sig á Krímskaga, en Úkraínustjórn svarar með því að kalla út allt varalið úkraínska hersins og búa sig undir stríð við Rússa. „Þetta er ekki hótun, þetta er í raun stríðsyfirlýsing gegn landinu mínu,“ sagði Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Úkraínu, um aðgerðir Rússa. „Það var engin ástæða fyrir Rússa að ráðast á Úkraínu.“ Hann sagðist treysta því að Vesturlönd og alþjóðasamfélagið allt muni nú standa vörð um Úkraínu. Olexander Túrtsjínov, forseti bráðabirgðastjórnarinnar, sagði Rússa hins vegar fyrst og fremst vera að reyna að vekja ótta og óðagot: „Markmiðið er að stöðva efnahag Úkraínu og koma á öngþveiti,“ sagði Túrtsjínov. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið heimild frá rússneska þinginu til að senda herlið til Úkraínu. Bækistöðvar rússneska Svartahafsflotans eru á Krímskaga. Meirihluti íbúa Krímskaga er auk þess rússneskumælandi. Pútín heldur því fram að Rússar hafi því fullan rétt til að verja hagsmuni sína á Krímskaga. Þeir hafa þegar náð tveimur flugvöllum á Krímskaga á sitt vald, ásamt þinghúsinu í Simferopol, sem er höfuðborg Krímhéraðs. Vesturlönd hafa brugðist ókvæða við þessum aðgerðum Rússa. „Það sem Rússar eru að gera núna í Úkraínu ógnar bæði friði og öryggi í Evrópu,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, hinn danski framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Efnt var til neyðarfundar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um helgina þar sem rætt var um ástandið í Úkraínu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjamanna, varaði Rússa í gær við því að þeir eigi á hættu að verða vísað úr G8-klúbbnum, samráðsvettvangi átta helstu efnahagsstórvelda heims. G8-ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada, Rússland og Þýskaland. „Þetta snýst ekki um austur-vestur, Bandaríkin og Evrópu á móti Rússlandi. Þetta snýst um baráttu úkraínsku þjóðarinnar gegn harðstjórn,“ skrifaði Kerry á Twitter-síðu sína. Kerry segir jafnframt að vel komi til greina að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og jafnvel samþykkja refsiaðgerðir á borð við eignafrystingu. Bráðabirgðastjórnin í Úkraínu tók við völdum í síðustu viku eftir að Viktor Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Hann er nú í útlegð í Rússlandi.
Úkraína Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira