Túlkar árstíðirnar í orðum og litum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:00 „Flestir þekkja mig sem konuna sem hefur málað tónlistarmenn og dansandi konur,“ segir Rut Rebekka. Fréttablaðið/Valli „Ég er búin að vera að mála í 40 ár. Er að verða sjötug og í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók með tuttugu og einu ljóði og tuttugu og einu myndverki,“ segir Rut Rebekka listmálari. Hún opnar sýninguna Í garðinum á laugardaginn klukkan 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin.) „Ég byrjaði á teikningunum. Dvaldi í fögrum garði Ríkharðs Valtingojers austur á Stöðvarfirði og teiknaði og teiknaði. Var svo innblásin að síðar málaði ég stór málverk eftir teikningunum, um einn og hálfan metra á kant. Laufblöðin á myndunum eru ýmist lokuð eða að springa út með miklum krafti,“ lýsir Rut Rebekka og segir tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni. Bókin hennar Rutar Rebekku heitir Málverk og ljóð – Paintings and Poems, ljóðin eru bæði á íslensku og ensku. Skyldi hún alltaf hafa ort? „Nei,“ svarar hún glaðlega. „Þetta er frumraun mín í þeim efnum. Ég hef alltaf skrifað eitthvað en nú var ég undir svo sterkum áhrifum af gróðrinum, litunum og kraftinum í jörðinni að ég tók meðvitaða ákvörðun um að yrkja.“ Sýningin og ljóðin túlka vorið, sumarið, haustið og veturinn bæði í litum og orðum. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og endar sunnudaginn 23. mars. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin á Lindargötunni í Reykjavík. Gekk í Hjúkrunarskólann og fór að vinna við hjúkrun en teiknaði og málaði sér til yndisauka. Þrítug ákvað hún að næra listþörfina og hóf nám við Handíða- og myndlistarskólann, þá komin með þrjú börn, minnkaði starfið við hjúkrun í 40% og málaði daglega. Hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Kaupmannahöfn, Hamar í Noregi, Piteå í Svíþjóð og víðar. Þessi sýning er sú 20. í röðinni. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er búin að vera að mála í 40 ár. Er að verða sjötug og í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók með tuttugu og einu ljóði og tuttugu og einu myndverki,“ segir Rut Rebekka listmálari. Hún opnar sýninguna Í garðinum á laugardaginn klukkan 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin.) „Ég byrjaði á teikningunum. Dvaldi í fögrum garði Ríkharðs Valtingojers austur á Stöðvarfirði og teiknaði og teiknaði. Var svo innblásin að síðar málaði ég stór málverk eftir teikningunum, um einn og hálfan metra á kant. Laufblöðin á myndunum eru ýmist lokuð eða að springa út með miklum krafti,“ lýsir Rut Rebekka og segir tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni. Bókin hennar Rutar Rebekku heitir Málverk og ljóð – Paintings and Poems, ljóðin eru bæði á íslensku og ensku. Skyldi hún alltaf hafa ort? „Nei,“ svarar hún glaðlega. „Þetta er frumraun mín í þeim efnum. Ég hef alltaf skrifað eitthvað en nú var ég undir svo sterkum áhrifum af gróðrinum, litunum og kraftinum í jörðinni að ég tók meðvitaða ákvörðun um að yrkja.“ Sýningin og ljóðin túlka vorið, sumarið, haustið og veturinn bæði í litum og orðum. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18 og endar sunnudaginn 23. mars. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin á Lindargötunni í Reykjavík. Gekk í Hjúkrunarskólann og fór að vinna við hjúkrun en teiknaði og málaði sér til yndisauka. Þrítug ákvað hún að næra listþörfina og hóf nám við Handíða- og myndlistarskólann, þá komin með þrjú börn, minnkaði starfið við hjúkrun í 40% og málaði daglega. Hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Kaupmannahöfn, Hamar í Noregi, Piteå í Svíþjóð og víðar. Þessi sýning er sú 20. í röðinni. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira