Salernisgjald og bílastæða- gjald í stað náttúrupassa Kári Jónasson skrifar 6. mars 2014 06:00 Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Tengdar fréttir Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir.
Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun