Ekki þurrt auga á sviðinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. mars 2014 12:00 Brynhildur Guðjónsdóttir: "Þetta er ennþá saga þessa fallega drengs sem er að reyna að lifa í samfélagi hinna sem eru ekki nákvæmlega eins og hann.“ Mynd: Grímur Bjarnason Í bók Marks Haddon er það sérkennari Kristófers sem leiðir hann í gegnum rannsókn hans á hinu dularfulla hundsdrápi, en í leikgerðinni sem kemur úr ranni National Theater í London er hún hálfgerður sögumaður,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur kennslukonu aðalpersónunnar Kristófers í uppfærslu Borgarleikhússins á Furðulegu háttalagi hunds um nótt. „Það má segja að hún sé nokkurs konar akkeri hans í tilverunni, eina manneskjan sem skilur hann og hann kallar hana fram í hugann þegar eitthvað bjátar á.“ Bókin náði mikilli útbreiðslu og naut vinsælda hérlendis, er leikgerðin mjög frábrugðin henni? „Óhjákvæmilega er þetta töluvert frábrugðið. Þar sem þetta er leikgerð þá verðum við að gera hlutina leikbæra, en sagan er eftir sem áður sú sama. Þetta er ennþá saga þessa fallega drengs sem er að reyna að lifa í samfélagi hinna sem eru ekki nákvæmlega eins og hann. Eins og við öll í rauninni. Erum við ekki öll að velta því fyrir okkur hver setur reglurnar? Hver setur þessa mælistiku á það hvernig við eigum eða eigum ekki að vera?“ Brynhildur segir æfingarnar hafa gengið ljómandi vel en misjafnlega auðvitað. „Stundum hefur gengið vel og stundum hefur þetta verið brösótt. Þótt sagan sé lítil og hjartnæm þá erum við með mjög stóra umgjörð, danshöfundurinn Lee Proud er með okkur og sér um sviðshreyfingar, við erum með myndvörpun, leikmyndin er stór og sviðið náttúrulega gríðarstórt. Ég held samt að við séum búin að ydda þetta á þann hátt að við höldum nógu vel utan um þetta fjöregg sem sagan er til að umgjörðin beri hana ekki ofurliði. Það er öllum töfrum leikhússins beitt og útkoman er gríðarlega flott. Ég held að þegar þetta smellur allt saman sé heildarmyndin ofsalega falleg og þetta spili allt vel saman til að koma sögunni á framfæri. Það er allavega ekki þurrt auga á sviðinu þegar hvolpurinn birtist.“ Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Í bók Marks Haddon er það sérkennari Kristófers sem leiðir hann í gegnum rannsókn hans á hinu dularfulla hundsdrápi, en í leikgerðinni sem kemur úr ranni National Theater í London er hún hálfgerður sögumaður,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur kennslukonu aðalpersónunnar Kristófers í uppfærslu Borgarleikhússins á Furðulegu háttalagi hunds um nótt. „Það má segja að hún sé nokkurs konar akkeri hans í tilverunni, eina manneskjan sem skilur hann og hann kallar hana fram í hugann þegar eitthvað bjátar á.“ Bókin náði mikilli útbreiðslu og naut vinsælda hérlendis, er leikgerðin mjög frábrugðin henni? „Óhjákvæmilega er þetta töluvert frábrugðið. Þar sem þetta er leikgerð þá verðum við að gera hlutina leikbæra, en sagan er eftir sem áður sú sama. Þetta er ennþá saga þessa fallega drengs sem er að reyna að lifa í samfélagi hinna sem eru ekki nákvæmlega eins og hann. Eins og við öll í rauninni. Erum við ekki öll að velta því fyrir okkur hver setur reglurnar? Hver setur þessa mælistiku á það hvernig við eigum eða eigum ekki að vera?“ Brynhildur segir æfingarnar hafa gengið ljómandi vel en misjafnlega auðvitað. „Stundum hefur gengið vel og stundum hefur þetta verið brösótt. Þótt sagan sé lítil og hjartnæm þá erum við með mjög stóra umgjörð, danshöfundurinn Lee Proud er með okkur og sér um sviðshreyfingar, við erum með myndvörpun, leikmyndin er stór og sviðið náttúrulega gríðarstórt. Ég held samt að við séum búin að ydda þetta á þann hátt að við höldum nógu vel utan um þetta fjöregg sem sagan er til að umgjörðin beri hana ekki ofurliði. Það er öllum töfrum leikhússins beitt og útkoman er gríðarlega flott. Ég held að þegar þetta smellur allt saman sé heildarmyndin ofsalega falleg og þetta spili allt vel saman til að koma sögunni á framfæri. Það er allavega ekki þurrt auga á sviðinu þegar hvolpurinn birtist.“
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira