Sverrir Þór: Held ekki áfram eftir þetta grín Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2014 08:00 Sverrir þór Sverrisson er þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Vísir/Anton Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson sagði í gær upp störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Aðdragandi uppsagnarinnar var vægast sagt furðulegur en Körfuknattleikssamband Íslands var að leita að öðrum þjálfara án vitneskju Sverris. „Ég gerði þriggja ára samning árið 2012. Ef báðir aðilar voru ánægðir hvor með annan framlengdist hann um eitt ár sem er árið í ár og því átti samningurinn að gilda út 2014,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég ætlaði bara að halda áfram þar til ég heyrði í mönnum um daginn. Þeir vissu greinilega ekki að ég ætti eitt ár eftir því þegar ég fékk símtal á þriðjudaginn var mér sagt að þjálfari sem þeir hefðu boðið starfið hafnaði því. Fyrst hann gaf þetta frá sér bauðst mér að vera áfram með liðið en ég hafði ekki nokkurn áhuga á því að starfa áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór. Aldrei hafði verið rætt við Sverri um að starf hans væri í hættu eða það ætti að skoða aðra möguleika. Svörin sem hann fékk í vikunni voru að afreksnefnd vildi skoða landsliðsmálin en hann ítrekar að greinilegt var að KKÍ vissi ekki að hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. „Mér finnst þetta mjög léleg framkoma. Svo er frekar sérstakt að vita ekki hvernig samningamálin standa. Menn hefðu ekki þurft annað en að fletta upp í skýrslunum hjá sér til að sjá það,“ segir Sverrir Þór. Sverri brá svo þegar honum var tilkynnt á þriðjudaginn að annar maður, án hans vitneskju, hefði hafnað starfinu sem hann var í, að hann svaraði engu. „Ég sagðist bara heyra í mönnum aftur. Svo þegar hringt var aftur í dag [gær] sagðist ég ekki hafa áhuga á þessu starfi lengur,“ segir Sverrir Þór sem sér þó eftir starfinu. „Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram en ekki eftir þetta grín sem búið er að vera í gangi. Það var rosalega gaman að þjálfa þetta lið og okkur hafði gengið vel. Við eigum Helenu úti sem er að spila í góðri deild og fullt af öðrum góðum stelpum hérna heima. Ég hafði gaman af þessu en ég get ekki unnið áfram á þessum forsendum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira