Ríkisstjórn með tengsl við öfgahópa Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2014 07:00 Stuðningsmenn Svoboda fyrir utan þinghúsið í Kænugarði þar sem bláir fánar flokksins voru áberandi. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni. Úkraína Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni.
Úkraína Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira