Sjálfskipuð einangrun evrópsks smáríkis Magnús Árni Magnússon skrifar 18. mars 2014 07:00 Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun